Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 144
SVANUR KRISTJANSSON
1. gr.
Stjómskip'ulagið er þingbundin konungsstjórn.
2. gr.
Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi báðum saman,
framkvæmdavaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómend-
um.1
í reynd var stjórnkerfið mjög frábrugðið texta stjórnarskrárinnar. í land-
inu ríkti í raun óheft þingstjórn; Alþingi hafði óskorað löggjafarvald og
rikisstjórn hvers tíma sat einnig í skjóh Alþingis. Dómstólar tdrm ákturð-
anir Alþingis og ríkisstjórna og kontmgur skipti sér ekki af stjórnmálmn
landsins. Þannig fór Alþingi með æðsta vald í þjóðfélaginu milh þing-
kosninga og segja má að í landinu hafi ríkt alvald Alþingis. Þar með hafði
Island tekið upp sams konar stjórnkerfi og tíðkaðist á hinum Norður-
löndunum, nema Finnlandi, og gjaman er kennt við aðsetur breska
þingsins, Westminster. Westminsterkerfið, þingstjórnin, er miklu eldra
stjórnskipulag heldur en lýðræðisskipulagið og var upphaflega víða sett
fram í andstöðu við lýðræðishugmyndir. Þar var hugmyndin sú að í stað
beinnar stjórnar lýðsins ætti að koma fulltrúastjóm, þar sem þingmenn
og aðrir kjörnir fulltrúar tækju ákvarðanir fjtrir fólkið.2
Víða í Vesmr-Emópu var gerð markviss tdlraun á 20. öldinni til að
tengja fulltrúastjórn við lýðræði. Bæði fór fram víðtæk endurskilgreining
á hugtakinu „lýðræði“ og stjórnkerfi þróuðust sem Vðurkenndu fullveldi
fólksins sem grundvöll valdakerfisins en sviptu það um leið tilkalH til
beinnar þátttöku í málefnum þjóðfélagsins. Utkoman varð nokkurn veg-
inn á þessa leið:
1) Lýðræði merkir ekki beina þátttöku fólks í mikilvægum áktmrðunum,
heldur vald almennings til að velja stjórnendur þjóðfélagsins í frjáls-
um kosningum, sem haldnar em með reglulegu millibili.
2) Löggjafarþing þjóðarinnar er talið vera eina stofhun lýðræðisríkis sem
kosin er af þjóðinni. Þess vegna ber ffamkvæmdavaldi og dómsvaldi
að virða forræði löggjafans.
1 Stjórnartíðindifyiir Islatid A (1920), bls. 11.
2 Sjá t.d. Bemard Manin, The Principles of Representative Govemment, Cambridge:
Cambridge University Press, 1997; Darid Judge, Representation-Theoiy and Practice
in Britain, London og New York: Roudedge, 1999; Jón Ormur Halldórsson, „Er
fulltrúalýðræðið að veslast upp?“, Ritið 2004 (1), bls. 51-79.
!42