Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 149
FORSETIÍSLANDS OG UTANRÍKISSTEFNAN
Margir þingmenn fjölluðu um 26. greinina og gerðu ráð fyrir að for-
seti beitti henni án þess að nefna nein sérstök mál en litu þannig á að Al-
þingi hefði ekki endanlegt löggjafarvald.
Magnús Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðaði þessa megin-
hugsun stjórnarskrárinnar m.a. þannig:
Af þessum tveimur aðilum, sem ráða löggjöfinni, hika ég ekki
við að telja Alþingi aðalvaldið og finnst því sjálfsagt, að það
ráði, meðan beðið er efdr úrskurði þjóðarinnar, enda þótt rétt
sé, að forseti sem kjörinn er af þjóðinni geti skotið málum til
hennar ... Forseti hefur eftir sem áður þessa stórkostlegu
merkilegu heimild til að bera lagafrv. undir þjóðaratkvæði ...
Fyrir mér vakir svipað og fram kom hjá hv. ffamsögumanni
milliþinganefndar [Brynjólfi Bjarnasyni], að þjóðkjörinn for-
seti verði, ekki sízt hjá svo lítilli þjóð sem Islendingum, ákaf-
lega valdamikill maður.14
Brynjólfur Bjarnason, þingmaður Sósíalistaflokksins, ræddi einnig ítar-
lega um 26. greinina og útskýrði undir hvaða kringumstæðum henni yrði
beitt:
Ég skal skýra, við hvað ég á með því, er ég tala um málefhaleg-
an rétt og aðstöðu forseta til að synja lögum um staðfestingu.
Það er í fyrsta lagi, ef hann þykist viss um, að meiri hluti þjóð-
arinnar sé andvígur lögum, sem Alþingi hefur samþykkt og þau
brjóta þannig í bág við þjóðarvilja. Þá álít ég að forseti hafi full-
an siðferðilegan rétt til þess að neita lögum um staðfestingu og
muni gera það. ... En ég held lrka, að slík synjun mundi geta
komið til greina í mörgum öðrum tilvikum, að forseti mundi
undir öðrum kringumstæðum neita lögum um staðfestingu ...
Og shku valdi mundi verða beitt í hinum allra þýðingarmestu
þjóðmálum.15
Almennt voru þingmenn sammála um að vald forsetans byggði ekki að-
allega á 26. grein stjórnarskrárinnar heldur öðrum ákvæðum. Jakob
Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi sláandi dæmi um mögulegt
vald forsetans: „... nú samþykkir þingið lög, sem forseti vill ekki fallast á.
14 Alþingistíðindi B (1944), d. 108.
15 Alþingistíðindi B (1944), d. 117.
147