Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 151
FORSETI ÍSLANDS OG UTANRÍKISSTEFNAN
ekki kleift að útskýra hvernig einstök mál eru meðhöndluð. Við vitum
ekki fyrirfram hverjir taka þátt í ákvörðunum eða hver niðurstaðan verð-
ur. Eina leiðin til að nálgast þekkingu á veruleika valdakerfisins á lýðveld-
istímanum er að rannsaka helstu mál sem til úrlausna eru hverju sinni. I
þessari grein er fjallað um einn afrnarkaðan þátt í sögu íslenska lýðveld-
isins, þ.e. afstöðu fjögurra forseta til utanríkisstefnu landsins.
Staða forsetans í stjórnskipun lýðveldisins setur formlegum afskiptum
hans af framkvæmd utanríkisstefhu ákveðinn ramma. Forsetinn er
ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og fer ekki með daglega stjórnsýslu í
neinum málaflokki. Hins vegar er forsetinn þjóðkjörinn umboðsmaður
þjóðarinnar, valinn til að veita lýðveldinu forystu og þingstjórninni að-
hald. Samkvæmt stjórnarskránni er forsetinn þjóðarleiðtogi sem ber að
veita forystu þegar þjóðarheill er í húfi.19 Frá upphafi lýðveldisins hafa
verið uppi mjög skiptar skoðanir meðal ráðamanna um hlutverk forset-
ans í mótun utanríkisstefnu landsins. Þannig vildu stuðningsmenn
Sveins Björnssonar, ríkisstjóra Islands, að væntanlegur forseti lýðveldis-
ins bæri mikla ábyrgð í utanríkismálum, líkt og Bandaríkjaforseti.20
Andstæðingar ríkisstjórans, einkum í Sósíalistaflokki og Morgunblaðs-
armi Sjálfstæðisflokksins, töldu aftur á móti að forsetinn hefði ekkert
umboð til annars en að vera talsmaður þeirrar utanríkisstefnu sem Al-
þingi mótaði.21 I forsetaþingræði er slíkur ágreiningur fyrirsjáanlegur,
einkum ef þingmeirihluti og forseti eru á öndverðum meiði. Einnig get-
ur skipt miklu máli hverjir skipa embætti forseta Islands og hvaða hug-
myndir forsetinn hefur um sitt hlutverk yfirleitt. Líklegt er t.d. að for-
seti með áhuga, þekkingu og reynslu á sviði utanríkismála láti þau
fremur tdl sín taka en ella. Forseti Islands getur komið sjónarmiðum sín-
um í utanríkismálum á framfæri með margvíslegum hætti: stutt markaða
utanríkisstefnu í orði og verki eða mælt henni í mót. Einnig getur for-
setinn látið í ljós andstöðu með þögn og afskiptaleysi; látið vera að
styðja utanríkisstefnuna í orði og ekki haft samskipti við erlend ríki og
samtök á grundvelli hennar.
19 Sigurður Líndal, „Stjómskipuleg staða forseta íslands“, Skímir 116. ár (haust 1992),
bls. 425-439, Svanur Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis - Nýsköpun lýðræðis".
20 Sbr. t.d. „Alþingi og forsetinn“ (leiðari), Vísir, 15. nóvember 1943.
21 Sbr. t.d. „Ameríkuför utanríkismálaráðherrans“ (leiðari), Morgunblaðið 25. ágúst
1944, „Furðuleg ummæli amerísks stjómmálamanns um sjálfstæði Islands“ (forsíðu-
frétt), Þjóðviljinn 23. ágúst 1944.
H9