Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 153
FORSETIISLANDS OG UTANRIKISSTEFNAN
hann útvarpsávarp til þjóðarinnar. Þar fjallaði hann m.a. um utanríkis-
mál:
Ég tel mér heimilt að fullyrða, að það er nú sem fyrr eindreg-
inn vilji og ósk Islendinga, að þótt vér óskum fyrst og ffemst að
teljast í hópi frjálsra Norðurlandaþjóða, megum vér einnig í
framtíðinni eiga heima í hópi þeirra annarra lýðræðisþjóða,
sem vilja byggja líf sitt, framtíð og gagnkvæm viðskipti á
grundvelh réttarins, með gagnkvæmri virðingu fyrir rétti hver
annarrar og orðheldni. Enda finnst mér það leiða af sjálfu sér.
Því að ég kem ekki auga á nokkurn möguleika á því, að hægt sé
að tryggja og varðveita framtíðartilveru íslands sem frjáls og
fullvalda ríkis, og íslenzku þjóðarinnar, á nokkrum öðrum
grundvelli.25
í opinberum störfum sínum var Sveinn Björnsson trúr þeirri sannfær-
ingu sinni að hlutleysisstefnan tryggði ekki öryggi Islands og farsælast
væri íslendingum að leita náins samstarfs við Bandaríki Norður-Amer-
íku. Þessi afstaða Sveins átti forsögu sem vert er að gefa gaum.
Hinn 9. apríl 1940 hemámu Þjóðverjar Danmörku og Noreg. Þar
með höfðu Danir glatað sjálfstæði sínu og gátu ekki lengur staðið við
ákvæði Sambandslaganna frá 1918 sem gerðu ráð fyrir sambandi tveggja
fullvalda ríkja. Strax næstu nótt ákvað Alþingi að íslendingar hefðu kon-
ungsvaldið og meðferð utanríkismála með höndum um óákveðinn
tíma.26 Nokkrum dögum síðar sendi Hermann Jónasson forsætisráðherra
símskeyti til Sveins Björnssonar sendiherra í Kaupmannahöfh. Þar var
Sveini fyrirskipað að koma til Reykjavíkur til starfa fyrir ríkisstjórnina og
vera við því búinn að það yrði til langdvalar.27
Sveinn varð að fara miklar krókaleiðir til að komast frá Kaupmanna-
höfh til Reykjavíkur, fyrst til Italíu, þaðan með skipi til New York og loks
með Dettifossi til Islands. I New York hitti Sveinn aðalræðismann Is-
lands, Vilhjálm Þór. Sveinn lýsti sambandi þeirra þannig: „Eg þekkti Vil-
hjálm ekki mikið áður, en með þessum samvistum og prýðilegri umönn-
24 Sama heimild, bls. 248.
25 Alþingistíðindi B (1941), d. 1290.
26 Alþingisttðindi A (1940), d. 594, Alþingistíðindi D (1940), d. 57-60.
2 Sigurður Nordal, Endurminningar Sveins Bjömssonar, bls. 271-289, sjá einnig Gylfi
Gröndal, Sveinn Bjömsson -Ævisaga, Reykjavík: Forlagið, 1994, bls. 274—276.