Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 159
FORSETIÍSLANDS OG UTANRÍK3SSTEFNAN
brottför hersins og einungis meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins var
meirihluti fylgjandi varnarsamningnum og veru hersins.47
Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins,
tók við völdum 24. júlí 1956. Hægri mennirnir í Alþýðuflokknum, þar á
meðal Asgeir Asgeirsson forseti, voru staðráðnir í að koma í veg fyrir að
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um brottför varnarliðsins næðu ffam að
ganga. Utanríkisráðherra var Guðmundur I. Guðmundsson úr hægri
armi Alþýðuflokksins, sem að eigin sögn varð „við þeim óskum stuðn-
ingsmanna sirrna að taka við embætti utanríkisráðherra til að hindra
brottför varnarliðsins.“48
I byrjun ágúst óskaði forsetá Islands eftir fundi með John J. Muccio
sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Til er skýrsla sendiherrans frá fundi
hans og forsetans. Þar segir m.a. að:
[Asgeir] væri staðráðinn í að nota áhrif sín til hins ítrasta í ut-
anríkismálum. Hann [Asgeir] sjálfur hefði átt mestan þátt í að
tryggja það að Guðmundur I. Guðmundsson [utanríkisráð-
herra] og F.mil Jónsson [starfandi utanríkisráðherra] tækju að
sér varnarmálin. Hann bæri fullkomið traust til þessara manna
og vonaði að ég [Muccio] gerði það einnig. Forsetiim minntist
sérstaklega á Vilhjálm Þór sem væri einnig að vinna að þessum
málum.49
1. ágúst 1956 hóf Asgeir Asgeirsson annað kjörtímabil sitt sem forseti. I
innsetningarræðu sinni gerði forsetinn utanríkismálin að umræðuefhi og
sagði m.a.:
Það er ljóst, að meiri hlutd þings og þjóðar, telur aðild vora að
því bandalagi [NATO] nauðsyrdega. Hitt er svo umræðu- og
samningamál, með hvaða hætti samstarfið þurfi að vera á hverj-
um tíma. Um mannvirki, herafla, sérfræðinga og aðra aðstöðu
ræði ég ekki, af ástæðum, sem liggja í augum uppi, enda standa
viðtöl og samningar nú fyrir dyrum. En það er ekki óeðlilegt
að Islendingar hafi frumkvæði um endurskoðun af sinni hálfu,
því nú fara alls staðar meðal þjóða Atlantshafsbandalagsins
47 Sama heimild, bls. 294-295.
48 Sama heimild, bls. 316.
49 Sama heimild, bls. 317.
r57