Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 160
SVANUR KRISTJANSSON
fram miklar umræður um það, hvaða breytingar skuh gerðar og
hvenær, efrir breyttum viðhorfum í vígbúnaði og alþjóðamál-
um. Vísast er, að það taki allt talsverðan tíma, áður en aðildar-
ríkin komast að öruggum niðurstöðum.30
Forsetinn tók varfæmislega til orða og í ávarpinu vitnaði hann einnig til
stelhut'frrlýsingar „hæstvirtrar ríkisstjómar“ í utanríkismálum. Hins veg-
ar gat engum duhst að hann var í grundvallaratriðum ósammála ályktun
Alþingis og stefriu ríkisstjórnarinnar en þar var rækilega sltilið á milh að-
ildar Islands að Atlantshafsbandalaginu og vem bandarísks herhðs í land-
inu. Island átti að vera áfram í NATO en herinn að fara. I ávarpinu mælti
forsetinn eindregið gegn shkum málflutningi, þótt undir rós væri. Tónn-
inn í máli forsetans var sá, að aðild Islands að NATO legði þær skuld-
bindingar á íslensk stjórnvöld að segja ekki einhliða upp vamarsamn-
ingnum við Bandaríkin heldur semja um endurskoðun hans.
Sterkur samhljómur var með röksemdum forsetans, Sjálfstæðisflokkn-
um og NATO. Forsíða Morgunblaðsins dró sterklega ffarn þessa samstfrr-
un daginn eftir ræðu forsetans. Efst var frétt með feitletraðri frTÍrsögn:
„NATO biður ríkisstjórnina að endurskoða tillöguna um uppsögn vam-
arsamningsins". I fréttinni stóð síðan:
Fastaráð Atlantshafsbandalagsins í París hefirr farið þess á leit
við íslenzku ríkisstjómina að endurskoða kröfana um að
bandarískar hersveitir verði fluttar burt frá Islandi, vegna þess
að slíkt bryti í bága við hagsmuni Atlantshafsbandalagsins. Er
þetta haft eftir ábyrgum aðilum í Washington.
Ekki mun ráðið hafa komið fram með neinar tillögur um það
- hvers konar, eða hvað fjölmennar - hersveitir þrí fyndist að
ætm að vera staðsettar á Islandi. Mun þess einungis hafa verið
farið á leit, að núverandi herstyTkur yrði áfram í landinu. Mun
ráðið einnig hafa látið það í ljós, að enn væri ástandið viðsjár-
vert á alþjóðavettvangi, og bent er á það, að ísland hefur sjálft
engan her.M
Neðar á forsíðu Morgunblaðsins sama dag birtist ffétt um ræðu forsetans
með fyrirsögninni: „Varnarsamningurinn verði endurskoðaður með það
50 Morgunblaðið 2. ágúst 1956.
51 Sama heimild.
158