Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 163
FORSETI ÍSLANDS OG UTANRÍKISSTEFNAN
urlöndunum sérstökum böndum. Hann sótti Norðurlöndin heim, með
einni undantekningu er hann heimsótti árið 1979 konung Belgíu og um
leið höfuðstöðvar NATO þar í landi. I upphafi annars kjörtímabils síns
gerði hann grein fyrir störfiam sínum á fyrsta kjörtímabilinu og fjallaði
sérstaklega um utanlandsferðir forseta Islands:
Við höfum á kjörtímabilinu farið til Norðurlandanna fjögurra
í boði þjóðhöfðingja þessara landa. Það er von mín, að þessar
ferðir hafi allar glætt þekkingu og skilning á þjóð vorri og hög-
um vorum, en sá er tilgangur allra slíkra ferða, að auka skiln-
ing þjóða í milli, að efla vináttu með kynnum. Það er sjálfsagð-
ur hlutur, að slíkar heimsóknir eiga að vera gagnkvæmar,
hvenær sem því verður við komið, enda er það ædun okkar að
endurgjalda vinaboð þessi á komandi kjörtímabili, en reyndar
væri slíkt þegar hafið, ef ekki hefði að höndum borið lát Frið-
riks Danakonungs á þessu ári. Það er sérstakt gleðiefni að
skiptast á gagnkvæmum heimboðum við þjóðhöfðingja Norð-
urlanda, sem oss eru tengd sérstökum böndum vegna sameig-
inlegs uppruna þjóðanna og náskyldra menningarhátta. En
mér er engin launung á því, að ég tel annars að íslenskur for-
seti eigi að stilla opinberum utanförum og heimboðum í hóf.
Eg tel best sæma að berast ekki á í því efni, en halda þó virð-
ingu sinni fullri og meta hvert tilvik eftir efhum og ástæðum
hvenær sem til umtals kemur. Eftir þessari reglu hefur líka ver-
ið farið hingað til og mun verða farið.56
I ljósi þessara viðhorfa Kristjáns er heimsókn hans til Belgíu einkar at-
hyglisverð og vert að skoða hana nánar, einkum þó heimsóknin til höf-
uðstöðva NATO. Forsetinn kom til Belgíu 16. október 1979. I för með
honum var kona hans og embættismenn, Hörður Helgason og frú, Birg-
ir Möller og frú, og Kristján G. Gíslason ræðismaður Belgíu og frú.
Sendiherra Islands í Belgíu er Hendrik Sv. Björnssond' A flugvellinum
tóku Baldvin Belgíukonungur og Fabíóla drottning á móti íslensku gest-
unum. Næsta dag var haldið kvöldverðarboð til heiðurs forseta Islands.
Kristján þakkaði þar í ræðu sinni Belgum fyrir stuðning þeirra við mál-
56 Kristján Eldjám, Hjáfólkinu ílandinu, Reykjavík: Bókaútgáfa Mertningarsjóðs, 1986,
bls. 96-97.
57 Morgunblaðið 17. október 1979.
iói