Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 11
ARNGRÍMUR JÓNSSON LÆRÐI 89 þótt það í eina tíð, og auðvitað slæðist margur fróðleikur um ís- land með; en samt var mönnum þegar í stað Ijóst að bókin hafði þann galla að aðalmarkmið hennar var að hnekkja firrum, ekki að veita fræðslu. Það var og annað sem henni mátti finna til foráttu að hún gerði lítinn greinarmun smárra misherma og stórra. Menn hvöttu Arngrím að bæta við annarri bók, sem hefði það takmark að segja sem sannast og réttast frá högum lands og þjóðar, og þetta gerði hann þótt síðar yrði. Það verk á sér aðdraganda sem nú verður að drepa lítið eitt á. Meðal Dana var á 16. öld áhuginn vaknandi að fá samda sögu danska ríkisins, og þegar leið á öldina var þetta orðið málefni sem konungur og stjórnarvöld létu til sín taka. Menn létu sér annt um að safna heimildum úr ýmsum áttum og að sjálfsögðu ekki sízt innan ríkisins sjálfs. Til Danmerkur höfðu borizt úr Noregi ein- hverjar skinnbækur að konungasögum, eða þá ágrip af efni þeirra sem norskir menn höfðu þýtt á dönsku; eitt slíkt ágrip var prentað 1594. Aftur á móti verður ekki séð að menn í Danmörku hafi haft neina vitneskju um að á íslandi væri gnægð skinnbóka, og miklu fleiri en í Noregi, og að í mörgum þeirra var vikið á einhvern hátt að sögu Danmerkur eða Danakonunga. En sumarið 1592 kemur Arngrímur til Kaupmannahafnar í erindum Guðbrands biskups og er þar veturinn 1592—93 (þá lét hann prenta Brevis commentarius). Hann kynnist þá dönskum fræðimönnum sem voru að draga saman gögn í sögu Danmerkur, og það er auðséð af öllu að hann hefur sagt þeim af handritunum íslenzku og bent þeim á hversu mikið mundi upp úr þeim að hafa. Þetta sama mál árétti hann í sendibréfum eftir að heim kom. Upp úr þessu var gefið út konungsbréf þar sem öllum íslendingum var boðið að Ijá Arngrími útdrætti eða uppskriftir þeirra skjala eða fornrita sem gætu orðið að gagni fyrir sögu Danmerkur, en Arngrími var skipað að spyrja þessi gögn uppi og þýða á dönsku. í sambandi við þessi störf voru honum veittar að léni nokkurar jarðir auk þess sem hann var gerður aðstoðarmaður Guðbrands biskups. Það er víst í fyrsta skipti sem íslenzkur maður hefur verið opinberlega launaður til vísindastarfa. Einkennileg eru fyrirmælin að Arngrímur skuli snúa heimildunum á dönsku; þau eru að líkindum sett vegna þess að Norðmenn þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.