Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 102
180 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR annað og meira, eitthvað nýtt. Stærðin á einmitt sinn þátt í því, að hægt er að tryggja það, að sérfróðir kunnáttumenn, sem ekki gera beint gagn við framleiðsluna, svo sem gullsmiðir, listamenn, skáld og heimspekingar, fái nauðþurftir sínar. En borgin þarf að sjá fyrir viðskiptum sínum, og í því skyni kemur hún á nýrri og æðri skipan, sem aldrei hefði orðið til í þorpinu. Hún kemur upp mark- aði, bönkum og föstum dómstólum, — í stuttu máli öllu því, sem við köllum siðmenningu. Það er auðvitað gamalt sjónarmið í sjálfu sér að líta á sögu al- heimsins sem röð af breytingum, stig af stigi. Ævintýrasögnin um gullöld, silfuröld og járnöld hlýtur að hafa komið upp í sambandi við víðtækar þjóðfélagsbreytingar. Framlag Marx fólst í því, að al- hæfing hans var langt um víðtækari, og hann hefur sundurgreint og rannsakað miklu gjör umsköpunartímabil þau, sem skilja á milli hinna ýmsu stiga. Heimsskoðun marxismans girðir og fyrir, að hægt sé að blanda lengur saman þessum ólíku stigum. Hún sýnir fram á, hvað nýtt sé og sérstætt í því samslungna kerfi, sem auðkennir hvert stig. Hin forna, barnalega náttúruskoðun, sem skýrði náttúr- una samkvæmt hugmyndum um þjóðfélagið, er þar með dæmd úr leik. Þessi manngervisstefna (antropomorfismi), sem svo er kölluð, og lifir áfram í trúarbrögðum okkar, er þar með ótæk orðin frá sjónarmiði skynseminnar. Nýtízkulegra tilbrigði þessarar stefnu, sem leitast við að skýra mannlegt samfélag og aðstæður með hrein- ræktuðum líffræði- eða eðlisfræðihugtökum, er engu síður dæmt úr leik. Þetta síðastnefnda tilbrigði er eitt af víxlsporum „líffræði- stefnunnar“ og studdist við Darwin, en bar óhugnanlegan árangur í drápsstöðvum nazistanna. Marxistar kunna glögga grein á því, hvað tilheyrir hverju þrepi í þessari stigaröð, og hinu jafnframt, hvaða mál hæfir lýsingunni í hvert sinn. Meginreglur marxismans, eins og eining andstæðnanna, neitun neitunarinnar, breyting megindar í eigind o. s. frv., eru ekki ein- angraðar hver frá annarri eða óháðar innbyrðis. Svo sem dæmin sýna, falla þær hver við aðra þannig, að þær mynda samslungnar en skiljanlegar breytingareglur. Og að skapa slíka mynd og halda henni, og nota hana og reyna í lífsbaráttunni, táknar í sjálfu sér, að menn hafa tekið miklum umskiptum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.