Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 141
UMSAGNIR UM BÆKUR 219 Höfundurinn hefur greinilega orðið fyrir töluverðum áhrifum af hinum „harðsoðna“ stíl sumra amerískra rithöfunda, en sá stíll er varasamur og krefst mikillar hnitmiðunar og vandvirkni, ef hann á ekki að missa marks. Að þessu leyti á Ási í Bæ enn margt ólært, en það stendur allt til bóta. Hins vegar sýnir þessi bók að hann hefur gott veganesti í þekkingu sinni á lífi sjómanna, eyra sínu fyrir lifandi, mæltu máli og skilningi sínum á þjóðfélagsaðstöðu fólksins sem hann lýsir. Með góðri meðferð mun þetta nesti endast honum drjúgan spöl áleiðis. J.B. Jóhann Pétursson: GRESJUR GUÐDÓMSINS. Skáldsýn. Helgafell, 1948. Höfundur kallar bók sína skáldsýn, og sé með því gefið í skyn að hún sé ekki skáldsaga, má það til sanns vegar færast. Hins vegar er þá ekki vel ljóst til hverrar bókmenntagreinar heri að telja hana. Eru þetta endurminningar, sjúkdómslýsing, raunveruleg eða uppdiktuð, eða táknmynd þeirrar baráttu sem hrjáður lítilmagni verður að heyja fyrir tilveru sinni? Þessum spurning- um og öðrum fleiri svarar bókin ekki til neinnar hlítar, til þess er hún of laus í reipunum. Eitthvað stórt virðist hafa vakað fyrir höfundinum, eitthvað í átt við það sem hann lætur söguhetjuna segja um ritverk sem hann ætlar sér að semja: „Þetta átti að verða stór bók, ekki undir tvö hundruð blaðsíðura, myrk og sjúk, eins og mannlífið, leiftrandi, með ljósum blettum, stíga beint upp úr djúpinu, og menn yrðu undrandi, ef ekki hneykslaðir, og stór fólmandi (svo) spurning mun vakna í huga þeirra: Er höfundurinn heilbrigður? Og það mun taka þá tíma að sjá, að öðruvísi var það ekki hægt. Þarna er naglinn hittur á höfuðið. Ekki sem raunverulegt líf, heldur eins og listamanninum bar að sýna það.“ Hafi þetta verið tilgangur höfundar er ekki hægt að segja að honum hafi tekizt að koma honum í framkvæmd. Bókin er píslarsaga ungs skáldmennis — ein af mörgum — en að því leyti dálítið sérstæð að söguhetjan er haldin sjúklegri minnimáttarkennd sem öðru hverju slagar upp í geðveiki. Sumar sálarástandslýsingarnar eru vafalaust hinar fróðlegustu fyrir sálfræðinga, og í nokkrum þeirra bregður fyrir tilþrifum sem benda til þess að höfundurinn búi yfir hæfileikum sem eitthvað gæti orðið úr. En áður en það geti orðið þarf hann að temja sér vinnubrögð, læra hand- verkið. Bókin er svo misjöfn að varla er hægt að kalla hana annað en óskapn- að. Ómeltum áhrifum frá ýmsum höfundum ægir saman við lýsingar sem bera blæ ósvikinnar reynslu: tilraunir til að lýsa „straumi vitundarinnar" í stíl þeirra sálfræðilegu naflaskoðara sem hafa James Joyce fyrir sinn guð, lýsing- ar á andlegum hrellingum með ættarsvip Þórbergs Þórðarsonar, bergmál úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.