Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 143
UMSAGNIR UM BÆKUR 221 innar fer út um þúfur og endar í algerðri upplausn. Lesandinn hlýtur að spyrja: Til hvers er þessi bók skrifuð, hvað er höfundur að túlka? Ef til vill á svarið að felast í flatneskjuheimspeki lokasamtalsins, þar sem söguhetjurnar gefast algerlega upp gagnvart vandamálum lífsins. „Dauðinn, — hann er vort hinzta verkefni“, segir Jónatan. Og svar æskuvinarins er ekki skeleggara: „Heimurinn sjálfur verður alltaf betri heldur en skýringar okkar á honum“. Bæði af þessum orðum og öðrum vangaveltum höfundar virðist skoðun hans helzt vera sú að tilgangslaust sé að vinna að félagslegum umbótum, að reyna „að frelsa heiminn“, eins og sagt er í bókinni. Þessi kenning er nú ekkert ný- stárleg, en þó liggur meginveila bókarinnar ekki í því að flytja gamla kenningu, heldur í hinu að það er of illa gert. Persónumar eru þeir gallagripir að les- andinn getur ekki haft samúð með neinni þeirra, og höfundurinn virðist ekki hafa það heldur. Hvenær sem tilefni gefst til dramatískra átaka lyppast þær niður hver á sína vísu. I upphafi heldur lesandinn að mikil átök standi til milli alþingismannsins og sveitarhöfðingjans Jóns Repps og Páls búfræðings Pálssonar. Hinn síðarnefndi er kominn heim aftur í átthaga sína til þess að hefna sín fyrir niðurlægingu og órétt æskuáranna. En í stað þess að rétta hlut móður sinnar gagnvart ofbeldi alþingismannsins, eða að minnsta kosti að snú- ast opinberlega gegn honum eins og sveitungarnir búast við, lætur hann múta sér með hundrað krónum til þess að hafast ekki að. Og nú kemur í ljós að allt áhugamál Páls er að komast yfir jarðarskika; til þess selur hann fyrst sannfæringu sína, síðan ástmey sína og loks sjálfan sig. Þegar þetta lítilmenni er látið túlka trúna á jörðina og búskapinn, hlýtur lesandinn að efast um al- vöru höfundar. Páll hverfur brátt úr sögunni að mestu, og nú upphefst allt önnur saga, um Jónatan Repp, son alþingismannsins. Hann á að vera óvenju- legur hæfileikamaður, en reynist í meðferð höfundar staðfestulaus flysjungur þegar eitthvað blæs á móti. Lýsingin á honum sannfærir ekki lesandann, per- sónan er ósönn. Skásta persónan er alþingismaðurinn gamli, Jón Repp, harð- drægur og ósvífinn afturhaldsseggur af gamla skólanum. En hann fær ekki að njóta sín, því að hann á sér engan boðlegan andstæðing. Þegar dregur til vinnudeilu í þorpinu, kemur hann á vettvang, og nú virðist allt stefna að dramatískum viðburðum. Bændur og verkamenn eru búnir til slagsmála, al- þingismaðurinn ríður inn milli hópanna og byrjar að halda ræðu af hestbaki — en viti menn: hesturinn fælist og Jón Repp dettur af baki og meiðist til óbóta. Verkfallið virðist gufa upp, lesandinn fær ekkert að vita um úrlausn deilumálsins. Alþingismaðurinn breytist í engu við áfallið og deyr drottni sín- um iðrunarlaust. Þessi losaralegu tengsl milli baksviðs sögunnar og söguhetjanna koma víðar fram og valda því að aðalpersónurnar virðast einhvern veginn svífa í lausu lofti. Höfundur tæpir á því að miklar hreytingar séu að gerast í sveitinni, en áhrif þessara viðburða á söguhetjumar eru furðulega óglögg, þær virðast standa að mestu utan við allt líf fólksins í kringum þær. Tilraunir þær sem gerðar eru í þorpinu til þess að „frelsa heiminn" koma þeim ekki við. Heim-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.