Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 103
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 181 Sköpun og mótun hinnar díalektisku efnishyggju er undirstaðan að því að mynda skipulagt, stéttlaust bjóðfélag. Byltingarkennd breyting Þá er annað meginatriði marxismans, sem er ekki að formi til tekið beint frá Hegel. En það er snerpan í árekstrum þeim og um- sköpun, sem eru fæðingarhríðir nýjunganna. Ekki er þar með sagt, að Marx hafi ekki viðurkennt hægfara breytingar, heldur skildist honum, að þær leiddu að lokum til tvísýnu. Aðstæður urðu slíkar, að hægfara breytingar gátu ekki lengur átt sér stað, það hlaut að koma til úrslitaátaka, snöggra umskipta. í hans augum voru hag- rænar og stjórnmálalegar byltingar þess konar umskipti á þjóðfé- lagssviðinu. Hin rísandi borgarastétt Englands efldi t. d. fyrirtæki sín mjög á 16. og 17. öld og safnaði miklum gróða. En árekstrarnir við hina fornu þjóðfélagsskipan, sem voru óhjákvæmileg afleiðing þessarar þróunar, gátu þó ekki orðið með hægfara móti, heldur dró til borgarastyrjaldar og byltingar. Þau rök eru til þess, að breytingar geta ekki verið smástígar til lengdar, að sérhvert þjóðfélags-ástand eða -skipan hlýtur að vera kerfi, er sé sjálfu sér samkvæmt. Það verður að sameina framleiðslu- störf, stjórnarform og stofnanir, hugmyndir og kenndir. Ekki er hægt að breyta einum hluta þess svo, að hinir verði ekki fyrir áhrifum. En heildarkerfið er lítt sveigjanlegt. Það svignar ekki, heldur brest- ur. Marx leit svo á, að þjóðfélagsleg umskipti gerðust ekki í smá- áföngum, heldur kærnu upp ný kerfi innan hinna gömlu. í fyrstu voru þessi nýju kerfi hluti hinna gömlu, en öðluðust gagnkvæmt samhengi og styrk með því að skapa nýjan hugmyndaheim. Gamalt og nýtt var aldrei skýrt greint hvort frá öðru, — og þótt það séu and- stæður, orka þær hvor á aðra. En hið gamla skiptir ekki um ham og endurfæðist, heldur er því öllu fremur svo farið, að hið nýja brýtur sér braut og sundrar hinu gamla. Snögg umskipti af þessu tagi eru ekki einskorðuð við svið mannfélagsins. Mörg dæmi eru um slíkt í þróunarsögu lífveranna, svo sem uppkoma nýrra drottnandi dýrategunda, eins og t. d. spendýranna, og svo eldri dæmi séu tekin, greiningin í föst, fljótandi og loftkennd efni. Hér er um að ræða stökkbreytingar eða straumhvörf, sem greina í sundur hina ýmsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.