Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 130
208 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR veldara að átta sig á efni og efnismun LandnámabókargerSanna meS þessari aSferS heldur en hinni venjulegu, þar sem ein gerS er lögð nokkurn veginn hreinlega til grundvallar og orSa- og efnismunur hinna sýndur neðan máls. En mér er nær að ætla, að því verði þveröfugt farið. Landnámabók er sannar- lega ekkert léttmeti til lestrar, þótt textum hinna ýmsu gerða hennar sé ekki grautað saman, og í þessum nýja búningi mun hún gersamlega ólæsileg nema ef til vill fáeinum sérfræðingum. Reglumar, sem farið er eftir um útgáfuna, eru svo flóknar, að hætt er við, að flestir lesendur verði að glöggva sig á þeim hvert sinn, sem þeir líta í bókina, a. m. k. ef nokkuð Hður á milli. Af sömu sökum er einnig hætt við, að menn misskilji reglumar, jafnvel þótt varkárni sé við höfð, enda virðist sums 6taðar skorta á samræmi í notkun þeirra. Hér skal nefnt eitt dæmi, að vísu ekki af betri endanum. í greininni um Harald hring á 191. bls. er steypt saman textum S, H og Þ, og er niðurlagið svo: „Son hans (Hans son H Þ) var Þorbrandr faðir Ásbrands föður Sölva ins prúða á Ægissíðu ok Þorgeirs, er bjð at Hólum. Hans dóttir var Ástríður, er átti (ArnmóðA) (Ármóðr Þ) Héðinsson. Héðinn var son þeirra. (Onnur dóttir Þorgeirs var (ok Þ) Þorgerðr, er átti Þorgrímr (son Péturs jrá Ósi (Péturs- son at Ósi Þ) (S Þ). !) Þ á spássíu: Hauksbók segir Sveinn var son Ármóðar. Önnur dóttir Þor- geirs var Þorgerðr, er átti Þorgrímr P. son.“ Ég læt lesendum eftir að ráða þá gátu, hvað stendur hér í hverri gerð. Lykillinn er í formálanum á xxxvi.—xxxvii. bls. Mér virðist hann ekki ganga að, en ef til vill eru aðrir lagnari. Þess skal aðeins getið til leiðbeiningar, að ósamræmi er í notkun skáletursins. Ef til vill er það prentvilla, en þá liefði þurft að leiðrétta hana. Það er bágt að skilja, hvaða ávinningur er í slíkri grautargerð, en hitt er auðséð, að hún getur hæglega valdið misskilningi, bæði sökum þess, hve regl- urnar eru flóknar, og eigi síður sökum hins, að misbrestur er á vandvirkninni. En auk þess eru aðrir stórfelldir gallar á meðferð textans, einkum texta Þ. Hún er samsteypa úr M og Sk, en Sk er samsteypa úr S og H, eins og áður segir. Er því Ijóst, að gildi Þ er einungis fólgið í því efni hennar, sem runnið er frá M, eða nánara tiltekið: því efni hennar, sem runnið er frá hinum glataða hluta M. En E. A. hefur tekið allt efni Þ upp í útgáfu sína, bæði nýtt og ónýtt, þótt mikill hluti þess sé einungis til trafala. Hitt er þó verra, að hann leggur ekki upp í hendurnar á lesandanum nein ráð til að greina á milli efnis M og efnis Sk. Geta menn því hæglega flaskað á því að telja sumt úr M, sem er í rauninni úr Sk. Nákvæmlega sami galli er á útgáfu Finns Jónssonar frá 1925. Fyrir bragðið hafa vísindamenn lítið gagn af þessum tveimur útgáfum, nema þeir hafi Sk jafnframt við höndina til samanburðar, og ekki verður séð, að þær eigi fremur erindi til almennings. Það má þó segja Finni Jónssyni til afsökunar, að honum var ekki ljós uppruni Þ, en E. A. getur ekki borið því við eftir formála hans að dæma. Annars er mikil þörf á að gefa Þ út sérstaka að nýju með rækilegum samanburði við Sk og vinza þá úr allt það efni, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.