Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 70
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingunum; þeir börðu stígvélahælunum í freðna jörðina og neru eyrun í ákafa með belgvettlingunum, til þess að hleypa í þau hita. Frostið var afskaplegt. Það hefði þótt ærið mikið í borg á norð- urhjara heims, og má þá nærri geta, hve hræðilegt það hefur verið í Odessa, borg suður við Svartahaf, enda hafði jafnmikið frost ekki komið þar í full þrj átíu ár. Sólargeislarnir skinu með fölvablæ gegn- um þykkt þokulagið, sem lá eins og mara yfir borginni, helblátt og nístingskalt. Stokkfreðnir smáfuglar lágu hér og hvar á steinlagðri götunni. Hafið var ísi lagt svo langt sem augað eygði. Napur vindur blés þaðan inn yfir landið. Það hefði í fljótu bragði mátt halda, að mæðginin væru rússnesk, eftir útliti þeirra og klæðaburði að dæma. Faðir drengsins var Rússi og liðsforingi í Rauða hernum. En það stoðaði þau ekk- ert. Móðirin var Gyðingur, og þess vegna urðu þau að fara til gyð- ingahverfisins í Peressyp. Um morguninn hafði móðirin rifið vega- bréf sitt í sundur og fleygt því í hélaða salernisskálina. Hún yfirgaf heimili sitt úsamt syni sínum og ákvað að reika um borgina, unz tekið væri að dimma og allt væri orðið hljótt. Hún vonaðist til að komast undan á einhvern hátt. Það var óðs manns æði að fara til gyðingahverfisins. Og nú gekk hún með snáðann við hlið sér gegnum borgina og sneiddi hjá fjölförnustu götunum. í fyrstu var drengurinn þögull, því að hann hélt, að þetta væri venjuleg gönguferð. En þegar á leið, gerðist hann óþolinmóður: „Mamma, hvers vegna erum við að ganga allan daginn?“ Þegar móðir hans svaraði ekki, hélt hann áfram: „Við skulum ekki ganga svona hratt. Ég er dauðþreyttur.“ „Vertu rólegur, barnið gott. Ég er líka þreytt, og þó kvarta ég ekki.“ Hún varð þess vör, að þau gengu allt of hratt. Stöku sinnum hlupu þau við fót, eins og þau óttuðust, að einhver væri að veita þeim eftirför. Hún varð að hægja ferðina, þótt henni væri það þvert um geð. Drengurinn horfði á móður sína og varð skelfingu lostinn, þegar hann sá bólgnar, samanbitnar varir hennar, frostgráar hár- lýjurnar, sem sáust niður undan höfuðklútnum, og hreyfingarlaus og glerkennd augun. Þannig augu hafði hann séð í dýraleikföng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.