Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 100
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Einstaklingurinn fær nýtt snið með hverju þróunarstigi, snið, þar sem áhrif nýrrar félagsheildar segja til sín. Hann er orðinn eitt- hvað á hærra stigi (neitun neitunarinnar). Hitt er engin tilviljun, að hreyfingin stefnir upp á við. Það stafar af því, að þeim áröngr- um, sem áður hafa náðzt, er skilað til seinni tímans, og þeir taka nýrri þróun við hverja ummyndun eða breytingu. Þjóðfélag okkar hefur t. d. erft meginatriðin úr menningu og siðvenjum eldri þjóð- félaga, og eins tökum við að erfðum allar þær breytingar, sem orðið höfðu á líkama mannsins, áður en þjóðfélagið kom til sögunnar. Díalektík náttúrunnar Utan og neðan við svið mannlífsins á sér einnig stað mikil bar- átta og umsköpun. En Marx ræddi ekki mikið um þau efni í þeim ritum, sem eftir hann birtust. Samt má sjá af bréfum hans, að hann hafði mikinn áhuga á þessu, og í bók sinni „Díalektík náttúrunnar“ bendir Engels á nokkur markverðustu dæmin, svo sem uppruna reikistjörnukerfisins og upphaf lífsins hér á jörðu. Nú lítum við svo á, að hin feiknmikla saga alheimsins sé í heild sinni runa bylt- inga og ummyndana, þar sem hvert stigið taki við af öðru, og þetta sjónarmið eigum við að þakka þeim Marx og Engels. Þessi stig mynda einskonar tröppugang, þar sem hver heild er flókin og marg- brotin, og hvert stig tekur yfir gerð og margbreytileik þeirra, er á undan fóru, jafnframt því sem það á sér sína eigin sérstöku gerð og skipulag. Lögmál efnafræðinnar eru t. d. í gildi á hærri þróunar- stigum, svo sem í þeim efnabreytingum, er gerast í lifandi líkama. Einstaklingarnir í þjóðfélaginu eru jafnframt dýr, sem háð eru öll- um lögmálum líffræðinnar. Marx var ekki sá fyrsti, er kom auga á, að óbrotnari stigin eru undanfarar hinna, sem samsettari eru, og að stigaröðin er jafnframt þróunarröð. En hann sá lengra miklu en fyrirrennarar hans og eftir- menn flestir. Honum skildist, að í þessari breytingu frá einu stigi til annars kom fram eitthvað nýtt, eitthvað meira. Það er meira í efna- fræðinni en í eðlisfræðinni og meira í líffræðinni en í efnafræðinni. Hvað var þetta eitthvað? Spurningin er með því sniði, að hún leiðir til villandi svars. Frumstæðir menn töldu, að það væri sál eða lífs- andi, sem greindi manninn frá leirnum, — það svar nægði þeim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.