Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 139
UMSAGNIR UM BÆKUR 217 Stíllinn er margvíslegur, eins og var á Hornstrendingabók Þorleifs. Stund- um er hann hátíðlegur, innfjálgur eða býr yfir rómantík. Stundum ber mest •á hermikrákunni. En annars á Þórleifur óvenjurösklegan stíl með smáhnúsk- um, sem mér þykja fara honum vel. Orðaval er íslenzkt og sumt mergjað. Allar sögupersónurnar eru skáldlega og skarplega mótaðar í fáum dráttum. Ástmey Agnars er nokkur undantekning að því leyti, að hlutverk hennar í sögunni er tilþrifalaust; myndin er björt og látlaus. Persónufjöldi er mikill, •og höfundurinn er hermikráka með afbrigðum, svo að sérhver þeirra nær sínum raddblæ og hugsunarhætti. Ein og ein kerling minnir sterklega á G. G. Hagalín. En að öðru leyti verður fólk Þórleifs varla fundið í eldri ritum, þótt vestfirzk séu. Nú hef ég fjölyrt um nokkra áþreifanlegustu hlutina í þessari bók, af því að hún er úr kjamgóðu efni, sem þyldi vel að vera kreist heldur fast. Hér höfum við eignazt fjölhæfan rithöfund, sem er völundur á margt, sem hann gerir. En honum verður aldrei sýnt um að gera svo, að öllum líki. í bókmenntasögu verður Þórleifur talinn meðal þeirra, sem lært hafa sitt- 'hvað af Halldóri Laxness. Hann kann að stikla á stóru efni í fáum orðum og láta menn lesa það milli línanna. Hann kann þann leik í tilsvömm, að menn mega skilja þau fullri skilningu einn á þennan veg og annar á hinn, eins og H. K. L. tíðkar mjög. Þessi saga sýnir, hvemig hægt er að ala upp hálf- tröll, og minnir að því leyti á Bjart í Sumarhúsum. En það er ólíkt, að Bjartur var orðinn hálftröll í hugsun, þegar Halldór byrjar frásögnina af 'honum. Og Bjartur átti þann veikleika sízt, að langa til að selja sig. Skáldsaga Þórleifs er hornstrenzk menningarmynd, sem ég gæti trúað, að kæmist, án alls yfirlætis, í hóp hinna sígildu rita. En hún er ekki eingöngu stíluð upp á sveitunga höfundarins, fólkið við Hombjarg, heldur fjölda ís- lendinga og gott ef ekki þjóðina í heild. Þar á hún stundarþýðing auk hins auðsæja efnis. Þjóðin hefur hafizt úr vesöld eins og Agnar, uppgötvað hæfi- leika sína eins og hann og fengið þorstann til starfsnautnar, valdanautnar — •og ef til vill vínnautnar hálftröllsins. — Við emm efni í mikils háttar þjóð, pólitíska glæfraþjóð eða sigraða undirlægjuþjóð, allt eftir því, hvemig örlög ráðast. Þegar ekkjan á Hóli, sjálft heimsauðvaldið, biðlar til Agnars, sem er frumvaxta með nýfengið sjálfstæði og nývaknaða ást til fjallkonu sinnar, ætlar hann fyrst að tryllast af mótmælum. En eftir eina vökunótt í smiðju, jafnstutta heitum næturfundi á Alþingi, selur hann sig. Og einstaklingar meðal þjóðarinnar eru hver eftir annan að leika sama leik, mótmæla fyrst, ■selja sig síðan hverri þeirri auðvaldskló, sem þeim finnst vera hæstbjóðandi. Þjóð með slík ólíkindi þarf skáld með ólíkindum sér til refsingar. Björn Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.