Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 135
UMSAGNIR UM BÆKUR 213 rekja sögu íslands og íslendinga frá fyrstu komu manna til landsins og fram eftir miðöldum. Upphafskafli bókarinnar seilist langt aftur í tímann, margar aldir áður en fyrstu norrænir menn stigu hér fæti á land. Hann fjallar um fund þriggja rómverskra peninga frá 3. öld í Bragðavallalandi í Suður-Múlasýslu. Þeir fundust ekki allir á sama stað, og það er skýring höfundar, að þeir hafi borizt hingað með sjómönnum frá Bretlandi, sem hafi rekizt til íslands frá höfunum kringum strendur Bretlands í lok 3. aldar, en þar var rómverskur floti stöðugt á verði um það leyti. Af þessu atviki fara engar beinar sögur. Frásagnir fornra höfunda um nyrztu lönd Norðurálfu eru mjög óljósar, og það hefur lengi verið deilumál fræðimanna, hvenær vitneskja um Island geti fyrst komið til greina í ritum. Kannske ætti að taka allt þetta mál upp á ný á grundvelli peningafundarins á Austfjörðum. Flestir þættimir fjalla um söguöld; í þessum ritgerðum kemur í ljós, hvert gagn fornfræðingur hefur af sögu- og málfræðilegri menntun. Ekki sízt mundu forngripafundir á Islandi þykja heldur þunnt og þurrt efni, ef þeir væru ekki tengdir ýtarlegum skýringum og frásögnum, sem sóttar eru í bókmenntir. En með því verður efnið fróðlegt og skemmtilegt fyrir almenning. Þátturinn um vopn Bárðar Hallasonar skarar fram úr að þessu leyti, en þar tekst höfundi með gildum rökum að tengja tilviljunarkenndan fund sögulegri persónu. Þetta er spennandi eins og leynilögreglusaga. En greinin um snældusnúð Þóru í Hruna sýnir, að höfundur er gætinn og ekki hneigður fyrir að fara út í öfgar með nafnspjöld á forngripi. — Ánægjuleg er hin skemmtilega lýsing á Agli Skallagrímssyni og fégirni hans. Það er beinlínis hressandi að rekast á annað en blinda aðdáun á hetjum sögualdarinnar. Hér skal ekki farið frekar út í einstök atriði. Þó held ég að hægt væri að komast nær uppruna „beinhólks Hjartar Hámundarsonar". Mótífið er án efa hið eldgamla „lífstré", og ég hef grun um að frekast mætti finna skylda hluti í Austur-Evrópu; — en vegna bóka- og myndaskorts verður þessi grunur þó ekki staðfestur að sinni. Að lokum fáein orð í gagnrýnis skyni. Hvers vegna ekki að láta frekari skýringar fylgja myndunum, fram yfir hið bráðnauðsynlegasta? Þessi brestur er tilfinnanlegastur í sambandi við myndir, þar sem margir munir eru sýndir saman, eins og vopnin og smáhlutimir frá Kaldárhöfða. En sama má segja um uppdrætti eins og af húsaskipun o. þ. h. Yfirleitt ætti ekki að halda spart á uppdráttum; ekkert styður lesandann jafnmikið í skilningi á efninu. Þannig hefði verið skemmtilegt að sjá uppdrætti bæði af Austmannadal og Hrunamannaafrétt. Hvorttveggja hefði verið auðvelt að útvega. Vonandi er að þessi bók verði mikið lesin af almenningi. Á þessum árum þegar nýjar og auðlesnari útgáfur íslenzkra fornbókmennta hafa dreifzt svo mjög meðal manna, ætti hún að vera eðlilegur förunautur þeirra. Grethe Benediktsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.