Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 36
114 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR •álits íslendinga á eigin jundi í landinu. Þetta bréf varð grundvöllur að þjóðfundinum 1851, og bæði þá og síðar vitnuðu íslendingar oft í þetta konungsloforð. Þessi skipan íslandsmála og stórviðburðir álfunnar vöktu nú meiri stjórnmálaáhuga meðal íslendinga en dæmi voru til. Hafi aðrar Evrópuþjóðir á þessum árum lifað stoltustu stundir vona sinna, þá voru íslendingar engir eftirbátar í þeim efnum. Hug- myndir manna um stjórnartilhögun Islands í framtíðinni verða æ skýrari, og allar hníga þær á sveif með Jóni Sigurðssyni og Nýjum félagsritum. Það er engum efa undirorpið, að yfirgnæfandi meirihluti manna hér á landi, sem skiptu sér af stjórnmálum, fylgdu hinni nýju stefnu. Þessi pólitíska vakning kom einnig fram í því, að tímarit og blöð spretta upp. Þjóðólfur hefur göngu sína seint á árinu 1848 og skipar sér í öllum aðalatriðum undir merki Jóns Sigurðssonar. í Kaupmannahöfn gefa tvö ung skáld út Norðurfara. Það voru þeir Jón Thoroddsen og Gísli Brynjólfsson. í síðari árganginum, sem kom út 1849, er rætt um þjóðfundinn, sem búizt var við að haldinn yrði að sumri. Höfundurinn mun vera Gísli Brynjólfsson og segir hann, að Danir geri sér meiri skaða en gagn að reyna að stjórna sunnan úr Kaupmannahöfn fjarlægu landi, sem guð og náttúran hefur aðskilið þá frá um of. Hann segir enn fremur um sambandið milli íslands og Danmerkur, „að menn eigi að viljæþað samband, sem skynsemin ei er á móti og saga og sáttmálar styðja, þ. e. höfð- ingjasambandið: að sami konungur sé í Danmörku og á íslandi, en það þó eins fyrir því hafi sína stjórn alveg fyrir sig, sem ábyrgist atgjörðir sínar og konungsins fyrir þinginu á íslandi“. Einnig krefst höfundur almenns kosningaréttar, þ. e. að hann sé eingöngu bundinn við lögaldur og óflekkað mannorð. Slíkar hugleiðingar sem þessar hefðu þótt óðs manns æði nokkrum árum áður, en nú var svo komið, að pólitískum rithöfundum íslendinga og þjóðinni sjálfri þótti þetta sjálfsagt og eðlilegt. Hinn frjálslyndi andi er gekk um ísland um þetta leyti kom og berlega fram í umræðum alþingis 1849 um kosningalög til Þjóð- fundarins. Nefnd sú, sem kosin var á þingi til að ræða tillögur um kosningalög til þjóðfundar lýsti því yfir, að hvergi mundi „eign
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.