Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 83
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 161 um“, eða í algerðum „kynisma“ eða hundingjahætti, sem getur ekki séð neitt gott í neinu eða neina vonarglætu yfirleitt. Það væri vel þess vert, að þessi hnignun hinnar opinberu heim- speki síðustu tvo áratugina væri vandlega rannsökuð og af kunn- áttu. Efalaust mál er það, að heimspekin hefur koðnað upp. Sé litið yfir hugmyndaheim nútímans, sjást nú aðeins leifar þess, er áður voru traust hugsmíðakerfi. Styrjöldin hefur valdið því, að hinn óverulegi áhugi, sem hin opinbera heimspeki enn naut, slokknaði með öllu, enda var hinum „húmanisku” deildum háskólanna þá í rauninni lokað, — af illri nauðsyn í óhernumdu löndunum, en með ofbeldi í þeim hersetnu. Náin kynni manna í hersetnu löndunum af veruleikanum í sambandi við samstarfsmenn fasismans eða and- stöðuhreyfinguna knúðu þá til að hugsa af meiri alvöru um heim- spekileg efni. En ekki varð þessi reynsla til þess að blása lífi í hina opinberu heimspeki, heldur vakti hún nýjan áhuga fyrir marxism- anum annars vegar og dulspeki og „existentialisma“ hins vegar. Það er aðeins í Englandi og Bandaríkjunum, sem þráðurinn hefur hald- izt nokkurn veginn óslitinn. En jafnvel þar hefur þeirri heimspeki- þörf almennings, sem styrj aldaráreynslan elur af sér, ekki verið fullnægt. Greina má tvö afbrigði innan hinnar opinberu heimspeki, rökfræðistefnuna og pósitívismann, en hvorugt þetta heimspekikerfi hefur getað svalað þörfum almennings í þessum efnum, og á það einkum rót sína í því, að þau eru hætt að fást við verkefni, sem menn hafa raunverulegan áhuga á, og eru meira að segja hreykin af því. Rökíræðisteíncm Rökfræðistefnan á Bertrand Russel upphaflegt gengi sitt að þakka. Þessi kenning hefur séð fífil sinn fegri, en stendur þó enn með nokkrum blóma í Cambridge og nokkrum íhaldssömum háskólum bandarískum. Henni hefur lánazt að sanna það, fylgjendum sínum til óblandinnar ánægju, að heimspeki snýst raunar ekki um annað en nákvæmni í orðun — „in being clear about being clear about being clear“ (að vera rökfastur við rannsókn á rökrænu samhengi rök- fræðilegs orðalags), svo sem prófessor Moore hefur orðað það. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.