Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 76
154 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR upp yfir sig. Loftið í salnum var heitt og kæfandi, og allt lyktaði þar af brennivíni, reyktum makríl, meðalasulli og rúmenska ilmvatn- inu „Chat noir“. En þó var betra að vera þar en úti. Móðurinni hafði hlotnazt ofurlítil hvíld, og drengurinn svaf nægju sína. En nú var sýningunni lokið, og allir urðu að fara út. Móðirin tók dreng- inn við hönd sér, og þau lögðu enn af stað í endalausa göngu sína um götur borgarinnar. Það var orðið aldimmt. Náköld frostþokan, sem hvíldi yfir borg- inni, virtist nú enn geigvænlegri en áður. Varðeldarnir á götununt voru að deyja út. Oðru hverju heyrðust skothvellir í fjarska. Þýzkir varðflokkar þrömmuðu um göturnar. Það small hátt í stígvélum hermannanna. Klukkan var farin að ganga níu. Enginn borgarbúi mátti vera á ferli um göturnar um þetta leyti kvölds. Móðirin tók drenginn í fang sér og hljóp eins og hún væri æðisgengin. Skelfi- legur ótti hafði gagntekið hana. Hún bjóst við því á hverju augna- bliki, að einhver varðmaðurinn gæfi henni merki um að nema staðar. Hún valdi fáförnustu göturnar, sem lágu út í útjaðar borg- arinnar. Alhrímguð hlyntré og akasíur stóðu í röðum fram með göt- unum og líktust einna helzt risavöxnum vofum í myrkrinu. Móðirin hélt áfram. Þegar hún gekk fram hjá opnum dyrum drykkjukránna, flæddi ljósbylgjan út til hennar, og háir, skerandi fiðlutónar bárust henni til eyrna. Framan við hverja krá stóðu fáeinir bílar, hvítir af hrími. Þeir voru að bíða eftir eigendum sínum, sem sátu inni á kránni og svolgruðu vodka langt fram á nótt. Móðirin var nú komin út að Zevtsjenkogarðinum. Þessi geysi- stóri og yndisfagri garður lá fram með sjónum. Á sumrin gjálfruðu öldurnar undurblítt við fætur hans, sem nú voru fjötraðir klaka- böndum. Þarna var enginn maður á ferli og allt var dauðahljótt. Nokkrar stjörnur blikuðu á himinhvelfingunni. Umhverfið var sveip- að fölri, draugslegri birtu, svo að trén uppi í hlíðinni fyrir ofan garðinn líktust hávöxnum beinagrindum. Móðirin hægði ferðina og gekk rólega eftir breiðu, malbikuðu götunni ofan við garðinn. A vinstri hönd var íþróttavöllurinn, þar sem Odessa og Charkov höfðu eitt sinn háð skemmtilegan knatt- spyrnukappleik, en nú var þetta glæsta mannvirki rústir einar. Til hægri handar var Zevtsjenkogarðurinn, og móðirin vissi, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.