Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 17
ARNGRÍMUR JÓNSSON LÆRÐI 95 þykir rit Sigurðar miklu girnilegra til fróðleiks, af því að þar segir höfundur frá því sem hann hafði sjálfur heyrt og reynt og séð. En hvað sem finna má Arngrími til foráttu haggast ekki sú stað- reynd sem vikið var að í upphafi þessarar greinar, að þeir íslenzkir höfundar eru fáir á síðari öldum sem haft hafi önnur eins áhrif, bæði inn á við og þó framar öllu út á við. íslendingar töldu sig meiri menn eftir að Arngrímur hafði lifað en áður. Hingað til höfðu þeir tekið álygum útlendinga með tómlæti. En nú hafði einn maður úr þeirra hópi gerzt málsvari þeirra gegn óhróðrinum, hafði samið bækur á alþjóðamáli vísindanna, hafði stælt við erlenda menn og hvergi látið hlut sinn, hafði vitnað bæði í rómverska höf- unda og gríska eins og þá þótti hin mesta prýði, hafði sýnt að hin vanvirta þjóð við heimskautsbauginn sjálfan átti heimtingu á að teljast til menningarþjóða. Hann hafði farið yfir drjúgan hluta íslenzkra fornbókmennta með nýstárlegum hætti, ekki sér til stund- arskemmtunar og dægrastyttingar, heldur með penna í hendi, athug- andi, rannsakandi, berandi saman, með það fyrir augum að rekja sögu íslands að fornu og draga fram það sem þar hafði gerzt merkast. Árangurinn hafði verið lagður fram í bókum sem sýndu heiminum svart á hvítu að Islendingar þurftu ekki að minnkast sín meðal þjóðanna, að þeir áttu sér sjálfstæða sögu og sínar fornu hetjur sem unnið höfðu stórfelld afrek. Sjálfur trúði Arngrímur á sögurnar og var hreykinn af hetjun- um; honum kom naumast til hugar að efast um sannindi neins þess sem hann hafði lesið í skinnbók, hversu ótrúlegt sem var. En hann lét ekki heldur leiðast í þá freistni að auka við frá eigin brjósti. Með öðrum þjóðum var það ekki fátítt á þessum tímum að sagnaritarar létu ímyndunaraflið geisa; frægir í því efni eru m. a. Johannes Magnus í Svíþjóð og Claus Christoffersen Lyschander í Danmörku. Arngrímur hafði svo miklar heimildir við að stvðjast að hann ginntist ekki til að yrkja inn í og bæta við, eins og sumum varð í þeim löndum þar sem gögnin frá fyrri öldum voru fátæk- legri. Mörgum sagnariturum erlendis var það hið mesta kappsmál að teygja sögu lands síns langt aftur í forneskju, og beittu til þess hvers konar brögðum. En Arngrímur var svo hófsamur í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.