Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 131
UMSAGNIR UM BÆKUR 209 telja má örugglega runnið frá M eða hefur orðið fyrir áhrifum frá henni á einhvem hátt. En þetta verk þarf að vinna svo vandlega, að því megi treysta og ekki þurfi að vinna það upp fljótlega aftur. Þ er öll í ÁM 106, fol., en 1.—10. blað og 15.—16. blað eru ekki frumrit höfundarins, séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, heldur eftirrit. Frumrit þess hluta er í ÁM 112, fol., jafnmörg blöð, nokkuð sködduð. Finnur Jónsson henti fyrstur manna á þetta í formála fyrir útgáfu Þ 1921, og hugði hann, að eftir- ritið væri með hendi séra Helga Grímssonar á Ilúsafelli. En E. A. tekur athug- un Finns ekki til greina. Hann prentar kajlana á þessum 12 blöðum ejtir ejtir- ritinu, en tilfœrir helztu ajbrigSi frumritsins neSan máls. Slík vinnubrögð er örðugt að afsaka. Raunar heldur hann því fram í formála (xxii.—xxiii. bls.), að handritið ÁM 106, fol., sé allt með hendi séra Þórðar, og get ég ekki dæmt um það, með því að ég hef ekki haft það til athugunar. En það skiptir litlu máli, hvort séra Þórður hefur sjálfur skrifað fyrmefnd 12 blöð í ÁM 106, fol., eða einhver annar. Hitt er aðalatriðið, að þau eru eftirrit — og fremur ónákvæmt eftirrit í þokkabót. í formála gerir E. A. nokkra grein fyrir Landnámabók, svo sem uppmna hennar, hinum mismunandi gerðum, efni og útgáfum. Greinargerð þessi er að sumu leyti skilmerkileg, en öðrum þræði ónákvæm, villandi og jafnvel bein- línis röng. Þar er helzta nýjungin, að Styrmisbók hafi verið fyrsta heildarrit um landnám á Islandi. Því hefur enginn maður haldið fram áður, svo að ég viti, og mátti því vænta þess, að E. A. reyndi að rökstyðja þessa skoðun sína sem bezt. En ef hann hefur gert svo, þá era rökin veigalítil. Fyrst víkur hann að heimildum um landnámaritun fyrir daga Styrmis og gerir lítið úr þeim, enda eru þær af skomum skammti. Er það efni svo margþvælt orðið, að engin ástæða er til að dveljast við það hér. E. A. neitar því þó ekki, að Ari fróði hafi skrifað eitthvað um landnám, en segir: „Það eitt verður fullyrt, að líklegt er, að Ari hafi skráð einhverjar minnisgreinar um einstaka landnámsmenn. En hitt, að hann hafi skráð heildarrit um landnám, er ekki einungis algerlega ósannaS, heldur beinlínis ólíklegt" (x. bls.). Satt er það, að engum hefur enn tekizt að sanna, að Ari hafi skrifað heildarrit um landnám, og ef til vill verður það aldrei sannað til hlítar, en hitt er ofmælt, að það sé „beinlínis ólíklegt Líkurnar eru einmitt tvímælalaust fremur með en móti, þótt ekki sé unnt að skýra frá þeim hér. E. A. reisir skoðun sína nær eingöngu á staðfræðilegum rökum, og er rétt að athuga þau nokkuð. Ari var sjö vetra, er hann kom að Haukadal í Biskupstungum, og dvaldist þar fjórtán vetur. Hann hefur því hlotið að vera sæmilega kunnugur í Ár- nesþingi, a. m. k. ofan til, en E. A. telur, að Landnámabók beri vitni um ókunnugleika höfundar þar. Hún segir, að feðgum þeim, sem námu land í Haukadal, hafi þótt landnám sitt þar of lítið og aukið það með því að nema „inn ejra hlut Hrunamannahrepps sjónhending ór Múla í Ingjaldsgnúp (allt b. v. Þ) jyrir ojan Gyldarhaga“. E. A. þykir sögn þessi „mjög ósennileg", fyrst og fremst af því, að Haukdælir liafi orðið að fara yfir land annarra 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.