Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 28
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sérmál sín, en Holstein fá sérstaka stjórnarskrá. Þar með var samn- ingagerðinni lokið, sendinefndin fór heim aftur og innan stundar höfðu hertogadæmin hafið uppreisn. Ráðuneytið var ekki á einir ináli um það, hvernig haga skyldi kosningum til þess stjórnlaga- þings, er nú skyldi kjósa til að semja stjórnarskrá handa Danmörku og Slésvík. Loks urðu menn þó ásáttir um að láta kjósa til stjórn- lagaþingsins almennum kosningarétti, þó með því skilyrði, að kon- ungur skyldi mega nefna á þingið fjórðung fulltrúanna. Kosningar- réttur var miðaður við 30 ára aldur, bús- og heimilisforráð og að menn væru ekki skuldugir sveitarstjórn fyrir þeginn fátækrastyrk. Hinn 23. okt. 1848 kom stjórnlagaþingið saman til fyrsta fundar síns í Kristjánsborgarhöll, 114 þjóðkjörnir fulltrúar og 38 konung- kjörnir. Konungur gat þess í hásætisræðu sinni, að hann hefði gefið loforð sitt um stjórnarskrá af frjálsum konunglegum vilja, og bætti því við, að ef svo skyldi til takast, að stjórnlagaþingið kæmi sér ekki saman um ný stjórnarlög, mundi hann þó ekki gera stjórnar- skrána að lögum án þess að leggja hana fyrir nýtt stjórnlagaþing. En á meðan danska stjórnin hafði unnið að samningu stjórnar- skrárfrumvarps og danska þjóðin gengið til sinna fyrstu frjálsu og almennu kosninga, höfðu mikil tíðindi gerzt í hertogadæmunum. í Kíl hafði verið mynduð bráðabirgðastjórn beggja hertogadæma undir forustu Friðriks hertoga af Nör. En áður en hertogadæmin fengu treyst her sinn, höfðu Danir sent lið á vettvang og sigrað uppreisnarmenn, en hernumið Slésvík. Einir sér gátu uppreisnar- menn hertogadæmanna ekki staðið Dönum snúning. En þá reis upp mikil þjóðernisalda um allt Þýzkaland, sjálfboðaliðar þustu til hvaðanæva og alls staðar var þess krafizt, að þýzku ríkin kæmu uppreisnarmönnum til aðstoðar. Prússneska stjórnin viðurkenndi þegar í stað bráðabirgðastjórn hertogadæmanna, og í byrjun apríl- mánaðar sendi Prússland lið norður þangað, en um miðjan apríl fól Þýzka bandalagið og Prússland Wrangel hershöfðingja að skerast í leikinn með uppreisnarmönnum gegn Dönum. A örskammri stund höfðu Prússar lagt undir sig Slésvik og brotizt inn í Jótland, en þá fékk herinn skipun um að hörfa undan suður aftur. Stór- veldin Rússland og England vildu allt annað en að hertogadæmin kæmust undir yfirráð Prússa. Danski flotinn setti hafnbann á norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.