Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Síða 109
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA • 187 í sjálfu sér merki um það gjaldþrot, sem skynsemin hefur orðið fyrir á ævikvöldi auðvaldsins. Náttúruvísindin eru þess nú albúin að segja fyrir um sérstök fyrirbæri og eru nátengd hagnýtum iðn- aði, sem reistur er á tilraunastarfi, en samtímis hafa þjóðfélags- vísindin hrökklazt aftur á bak, lengra og lengra inn á svið sér- tekinna, óhlutstæðra rannsókna. Sagnfræðingar nútímans staðhæfa, að ekki sé til nein fræðikenning, er taki til mannkynssögunnar. Hlutverk sagnfræðinnar sé það eitt að lýsa viðburðunum eins ná- kvæmlega og hægt sé. Hagfræðingarnir forðast að fást við raun- veruleg fjármála-fyrirbæri, eins og veltiár og kreppur. Þeir kapp- ræða um haglýsingu einhvers ímyndaðs fyrirmyndar-þj óðfélags, — um fræðikenningu, sem gæti staðizt, ef hringavald og verkalýðs- samtök gætu stillt sig um þá ósvinnu að vera til. Heimspekingarnir hafa nú gefið sannleiksleitina með öllu upp á bátinn og helga sig eingöngu nákvæmni í máli og skýru orðfæri. Veruleiki marx- ismans er hins vegar hlutstæður og tímabær, hann greinir og skýrir veraldarsöguna, ræðir raunveruleg, hagræn fyrirbrigði, kreppur og styrjaldir, og heldur fast við það, að andlegar stefnur eigi sér þjóðfélagslegar rætur. — En þetta allt finnst þessum mönnum trufl- andi frekja — ruglandi áreitni. Þessir hreinræktuðu menntamenn kysu fremur að vita alls ekkert en að búa yfir slíkri þekkingu, og það er einmitt vegna þess, að þekking af þessu tagi er jafnframt eggjun til athafna. Þannig er nú í pottinn búið hjá þeim, sem ráðast á marxismann og kalla, að hann sé kreddubundið og lokað kenningakerfi. Marx hefur hins vegar bæði í Kommúnistaávarpinu og síðari ritum sínum sagt fyrir um, hvað gerast mundi í þjóðfélaginu. í Kommún- istaávarpinu segir svo (bls. 104): „Bnrgarastéttin ber iðnaðarþróunina uppi, án þess að henni sé það sjálfrátt og án þess hún fái rönd við reist. En iðnaðarþróunin bindur endi á einangrun þá, er samkeppnin skapar meðal verkamanna, og sameinar þá í byltingar- samtökum. Fyrir þróun stóriðjunnar er sjálfum grundvellinum kippt undan fótum borgarastéttarinnar, en á grundvelli þeim hvílir öll framleiðsla hennar og afurðaöflun. Borgarastéttin skapar fyrst og fremst sinn eiginn höfuðbana.“ í „Auðmagninu“ („Das Kapital“) er þetta sagt á gagnorðari hátt: „Að því dregur, að samþjöppun framleiðslutækjanna og síaukið þjóðfélags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.