Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Side 12
90 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem þýtt höfðu úr fornritum höfðu notað þá tungu, en Arngrími og öðrum skólagengnum íslendingum á þessum tíma var latína miklu tamari. Arngrímur tók nú til óspifltra málanna. ísland var auðugt að handritum, og Arngrímur stóð vel að vígi að fá þau léð, bæði sök- um stöðu sinnar og sökum skipunarinnar frá konungi. Það er ástæða til að gefa því gaum að á þessu stigi málsins er ekki að sjá að Dönum hafi verið hugleikið að eignast handritin sjálf, heldur var þeim fyrir mestu að fá vitneskju um hvað í þeim stæði. Arn- grímur segist sjálfur hafa farið yfir 26 skinnbækur eða fleiri vetur- inn 1596—97, og úr þessum bókum tíndi hann saman rit í fjórum pörtum, einn hlut um sögu Danmerkur, annan Orkneyja, þriðja Svíþjóðar, fjórða Noregs. Allt er þetta á latínu, en ekki á dönsku. eins og mælt hafði verið fyrir. Þetta rit hefur enn ekki verið prent- að nema fáein brot, enda var ekki tilætlun Arngríms að það kæmi fyrir almennings sjónir, heldur leit hann á það sem samtíning handa dönskum sagnariturum að vinna úr. Engu að síður er það í tölu þess sem Arngrímur hefur gert merkilegast, og það af tveimur ástæðum. Onnur er sú, að þarna kynntust danskir fræðimenn aðal- kjarnanum úr frásögnum íslenzkra sagna um danska atburði; þeim varð það ljóst, sem þeir höfðu ekki vitað áður, að fornsaga Dana varð ekki skráð til hlítar nema með tilstyrk skinnbóka utan af íslandi, og þannig jókst vegur íslenzkra bókmennta stórum erlendis. Hitt er annað mál, að eins og þá hagaði til hlaut þetta að leiða til þess að bókamenn og fræðimenn í höfuðborg ríkisins tækju að ágirnast þessar bækur; þær urðu metfé og tóku smám saman að tínast til Danmerkur, þó ekki að verulegu marki fyrr en eftir dauða Arngríms. Hin ástæðan til að þessir útdrættir Arngríms þykja ennþá mikils virði er sú, að honum hafa verið tiltæk fáein handrit sem síðar hafa glatazt. Að vísu er endursögn hans mjög stytt og samanþjöppuð, en samt má fá af henni hugmynd um efni þessara handrita sem er miklu skárri en ekki. Kunnasta dæmið er Skjöld- unga saga, sagan um fornkonunga í Danmörku; sú saga var enn til í lok 16. aldar, og Arngrímur hefur gert dálítið ágrip úr henni,. en síðan hefur hún farið forgörðum, og nú er ekkert til nema ágripið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.