Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 67
VALENTIN KATAJEV: FAÐIR VOR „Lofaðu mér að sofa. Mér er dauðkalt.“ „Guð minn góður! Ég gætið þegið að fá að sofa líka. En nú verð- ur þú að klæða þig! Vefðu sjalinu utan um þig og settu á þig húf- una! Og hérna eru loðstígvélin þín! Hvað er nú orðið af belgvettl- ingunum? Jú, hérna eru þeir! Vertu nú bara rólegur og vertu ekki á þessu sífellda kviki. Reyndu að vera kyrr!“ Þegar móðirin hafði klætt son sinn, tók hún hann við hönd sér og leiddi hann út úr húsinu. Snáðinn var ekki vaknaður til fulls ennþá. Hann var aðeins fjögurra ára gamall. Hann skalf af kulda og var reikull í spori. Enn var ekki farið að birta af degi, svo nokkru næmi. Helblá frostþokan lá yfir götum og torgum. Móðirin vafði sjalinu þéttar um háls drengsins, lagaði skyrtukragann hans og þrýsti kossi á fölt og syfjulegt andlitið. Trjágreinarnar, sem slúttu yfir hrörlegar veggsvalirnar, þar sem brostnar gluggarúðurnar göptu við sjónum manna, voru alhvítar af hélu. Það var að minnsta kosti tuttugu og fimm stiga frost. And- ardráttur mæðginanna varð að hvítum gufumekki í frostnöpru morgunloftinu. í garðinum lá freðið svínafóður á víð og dreif. „Hvert erum við að fara, mamma?“ spurði snáðinn og nuddaði stírurnar úr augunum. „Ég sagði þér, að við ætluðum í gönguferð.“ „Hvers vegna tókstu þá með þér handtöskuna þína?“ „Vegna þess, að ég þarf á henni að halda. Þegiðu nú, og vertu ekki að þessu masi! Lokaðu munninum, svo að þér verði ekki kalt. Þú hlýtur þó að sjá, hvílíkt grimmdarfrost er úti núna. Og horfðu niður fyrir fæturna á þér, svo að þér verði ekki fótaskortur.“ Við stóra hliðið stóð húseigandinn í þykkum loðfeldi, gyrður 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.