Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 136
214 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR DavicL Harold Fink: IIVÍLDU ÞIG — HVÍLD ER GÓÐ. Heimskringla 1948. Bók þessi eftir David Harold Fink, bandarískan sérfræðing í taugalækning- um, er samin af lærdómi og óvenjulega margháttaðri reynslu, en jafnframt mannviti, sálfræðilegum skilningi og svo heilbrigðu lífsviðhorfi í flestum greinum, að hver maður ætti af þeim ástæðum einum að geta lesið hana sér til þroska og sálubótar. Annars er bókin alþýðlega rituð leiðbeining um það, hvemig sigrast megi á ýmiss konar taugaveiklunarsjúkdómum og koma í veg fyrir þá. En læknisfræði nútímans hefur leitt í ljós, að ótrúlega mikill hluti af kvillum manna og krankleikum er einmitt fólginn í einhvers konar tauga- veiklun, sem á aftur að jafnaði rætur að rekja til óheppilegra félagslegra að- stæðna í þrengri eða víðtækari merkingu. Sjónarmið hinna nýrri læknisvís- inda í þessu tilliti er í undirstöðuatriðum skylt því, er austurríski Gyðingurinn Sigmund Freud lagði til grundvallar sálgrennslunarfræði sinni, sem mun hafa haft meiri og víðtækari áhrif á sviðum læknisfræði, sálfræði, uppeldisfræði, listfræði o. s. frv. en nokkur önnur kenning upp komin á þessari öld. Aðalann- markinn á kenningum Freuds er sá, að hann reisti þær að of miklu leyti á heimspekilegum heilabrotum, svo að þær urðu helzt til einhliða, þó að margt í þeim sé vissulega merkilegt og raunar sígilt. Freud vildi rekja alla þessa „sál- rænu“ sjúkdóma til undirvitundarinnar, en hún varð í rauninni aldrei annað en tilgáta, sem sálgrennslunarmenn náðu ekki neinum fræðilegum tökum á. Nýrri læknisfræði hefur hér raunvísindalegri grundvöll undir fótum, eins og höfundurinn gerir skilmerkilega grein fyrir. Henni getur að vísu þótt hentugt að halda heitinu undirvitund, en hugtakið hefur henni að minnsta kosti tekizt að tengja vísindalega skilgreinanlegum veruleika, sjálfri líffærastarfsemi lík- nmans. Fremstur brautryðjandi í þessu efni var rússneski líffræðingurinn ívan Pavlov (dáinn 1936), sem lagði grundvöllinn að vísindalegum skilningi á taugaveiklunarsjúkdómum og vísaði leiðir til lækningar á þeim. Upp af þessum skilningi á eðli taugaveiklunarsjúkdóma hefur nú sprottið ný og merkilegt lækningatækni, sér í lagi hinar kerfisbundnu hvíldarlækningar, sem höfundur gerir grein fyrir í bók sinni. Raunar mun tæplega rétt að kalla þetta nýja lækningatækni, því að þessar aðferðir hafa verið indverskum yoga- vísindum kunnar frá fornu fari, og í ritum þeirra er hvíldaræfingunum lýst nærri því nákvæmlega eins og í bók Finks. Sú aðferð að tala til lima og líf- færa í sjálfssefjunarskyni, sem Fink virðist hyggja sig höfund að, er líka gömul og gild yoga-aðferð, og sama máli gegnir um aðrar sjálfssefjunaraðferð- ir eins og svokallaða svefnstjórn (83. bls.), sífellda einbeitingu hugans að eig- inleikum, sem menn vilja þroska með sér, og svo framvegis. Hér kemur í Ijós sú eftirtektarverða staðreynd, að nútíma líffræði og læknisfræði hefur með raunvísindaaðferðum sínum skapað sér heilbrigðis- og lækningatækni, sem er í meginatriðum samkynja hinni ævafomu yoga-tækni á þessu sviði. Um þessa tækni er annars það að segja, að vilji menn ganga úr skugga um gildi hennar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.