Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Blaðsíða 10
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Guðbrandi biskupi þótti hart að útlendir óþokkar skákuðu í því skjólinu að vörn væri engin af hendi íslendinga og hvatti frænda sinn að hefjast handa. Þá samdi Arngrímur það rit, Brevis commentarius de Islandia (stutt fræðibók um ísland), sem nefnt var í upphafi þessarar greinar. Þar eru rakin mishermi erlendra höfunda um ísland, allt frá því er Saxi hinn danski og höfundur Konungs skuggsjár skrifuðu um það á 13. öld, en framar öllu er ádeilunni snúið gegn Goriesi Peerse. Þegar þess er gætt að kvæði Goriesar birtist 1561 en bók Arngríms 1593, má segja að íslend- ingar hafi ekki látið til sín taka vonum fyrr. Arngrímur skiptir deiluriti sínu í tvennt: annar partur um landið, hinn um þjóðina. Tilhögunin er sú, að fyrst tekur hann upp einhverja glefsu úr erlendu riti, og eftir það sýnir hann fram á hvílík fjarstæða hún sé. Oft verður þá fullyrðing að mæta full- yrðingu, en stundum er málið þó þannig vaxið að hann þykist geta sýnt jafnvel ókunnugum hverjar endileysur þessir útlendu höfundar fari með. Hann notar þá sams konar aðferð eins og tíðk- aðist í háskólakappræðum eða dispútasíum þeirra tíma, að tæta sundur ummæli andstæðinganna unz allt hrynur um koll; sumt mundi okkur nú helzt þykja eiga skylt við hártoganir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi um röksemdaleiðslu ritsins. Útlendir höf- undar höfðu sagt það frá hafísnum íslenzka, að ef brotinn væri úr honum moli og látinn í ílát, þá væri það óbrigðult að jafnskjótt og ísinn hyrfi af sjónum væri molinn horfinn úr ílátinu án þess að nokkur dropi sæist eftir. Við þessu segir Arngrímur: Fyrst þessi ís getur horfið svona, þá hefur hann ekki líkama, og þá er ekki nema um þrennt að velja: hann getur verið andlegrar náttúru eða himneskrar eða helvízkrar. En sé þetta betur athugað, kemur í ljós að andlegrar náttúru getur hann ekki verið, því að andlegir hlutir verða hvorki greindir með augum né snertir með höndum. Himn- eskrar náttúru getur hann ekki verið, slíkt mundi enginn dirfast að segja. Helvízkrar náttúru getur hann ekki verið, því að kuldinn er í helvíti svo ógnarlegur að enginn gæti tekið mola af neinu þaðan og látið í ker. Þá er ekki annað eftir en að þessi staðhæfing um ísinn sé tóm lokleysa frá upphafi til enda. Svona deiluaðferð getur auðvitað verið áhrifamikil, eða hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.