Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Síða 90
Hermann Pálsson Um írsk atriði í Laxdæla sögn i ér hefur oft komið til hugar, hve girnilegt væri til fróðleiks að gera ýtarlegan samanburð á ís- lenzkum og írskum fornsögum. Slík rannsókn ætti ekki einungis að bein- ast í þá átt að sýna írsk áhrif á ís- lenzkar bókmenntir, heldur gæti hún einnig leitt til annars konar ályktana. Á íslandi hagar að ýmsu leyti svipað til um uppruna sagna og sköpun og fyrr hafði orðið á írlandi: forn minni úr heiðni og frumkristni eru tekin til meðferðar af kristnum höf- undum, þegar svo langt er liðið frá kristnitöku, að minningin um heið- inn sið er farin að mást. Hins vegar ber sagnaritun íra og íslendinga vitni um mikinn og lifandi áhuga fróðra manna á fortíðinni, og sá á- hugi virðist vera furðu fróðvænlegur, þótt um heiðin sagnaefni sé að ræða. En kristnir menn á miðöldum bjuggu yfir merkilegu frjálslyndi á sumum sviðum, sem síðari kynslóðum hefur oft gengið illa að átta sig á. Viðhorf írskra og íslenzkra sagnahöfunda til heiðinnar frumsögu þjóðar sinnar var með nokkuð öðrum hætti en tíðkaðist síðar. Samanburður á forn- sögum beggja þjóðanna verður ekki hvað sízt merkilegur fyrir þá sök, að með honum er hægt að gera sér grein fyrir því, hvernig fræðimenn beggja landanna á miðöldum brugðust við minningunni um heiðna fortíð, og hvernig í verkum þeirra kristni og heiðni verða samofin og samtvinnuð. Löng og náin kynni af írskum fornbókmenntum og fornri menningu íra hafa gert mig tortryggan á sum- ar staðhæfingar fræðimanna um írsk áhrif í íslenzkum bókmenntum. Til þess liggja ýmsar ástæður, en hér læt ég nægja að minna á eina. Saman- burður á skyldleika þessara bók- mennta er oft gerður af mönnum, sem eru einungis læsir á annaðhvort írsku eða íslenzku og verða því að hlíta þýðingum. Nú hagar svo til, að sumar sögur, írskar og íslenzkar, hafa aldrei verið þýddar, og verða því slíkar sögur að sjálfsögðu útundan við allar rannsóknir. Og þess má einnig geta, að frægð einstakra sagna hefur beint athygli manna um of að þeim, þótt aðrar sögur hafi ver- ið virtar að vettugi. Um írsk áhrif á íslenzkar sögur er einnig tvennt að athuga. í fyrsta lagi er hér um eðlisskyldar bókmenntir að ræða, þótt um margt séu þær sundurleitar, og því geta sameiginleg efnisatriði í þeim og svipuð efnis- 392
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.