Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 102
Timarit Máls og menningar kvarðinn á mannlega hamingju. Afleiðing- in er sú að það „að koma sér fyrir í lífinu“ er eina takmark of margra. Reynist oft fullt ævistarf að ná því marki einu og telst víst gott ef ævin endist til þess. Þetta veldur svo því að allt, sem ekki heyrir beinlínis undir það „að koma sér fyrir“ er talið óþarfi eða hreinn lúxus. Enn leynist þó undir niðri mikill bók- menntaáhugi, þótt bókmenntaþekking sé víst ekki að sama skapi mikil. Fólk vill gjarnan fá þennan lúxus auðmeltan og helzt tilreiddan á fati, án fyrirhafnar. Þegar við þetta þætist að all-hávær áróð- ur hefur verið rekinn gegn bókmenntum, jafnframt því að allskyns „kellíngabækur", viðtalsbækur og óvandaðar ævisögur eru auglýstar og hafnar til skýjanna sem merk- ar bókmenntir, þarf víst ekki að undra þótt keraldið leki. Þó leynist enn sú von að botninn sé til staðar í Borgarfirðinum. Ný Skólaljóð eru komin út á Islandi.1 Ekki getur útkoma þeirra nú talist vonum fyrr, því nær þrjátíu ár munu liðin frá útkomu síðustii Skóla- Ijóða og margt hefur gerst í íslenzkri Ijóða- gerð á þeim tíma. Ég hef lengi haft löngun til að taka Skólaljóðin til umræðu, en ekkert orðið úr framkvæmdum m. a. vegna þess að ég hafði frétt að von væri nýrrar útgáfu. Líklega hefur engin bók átt stærri þátt í að móta bókmenntasmekk Islendinga síð- ustu áratugina en einmitt Skólaljóðin. Þau hafa ekki aðeins haft áhrif á smekk nem- endanna, heldur einnig foreldra. Enda munu þau eina ljóðaþókin, sem til er á sumum heimilum. Að minnsta kosti sú eina, sem opntið er. Miklu skiptir því að vel sé vandað til slíkrar bókar, og hæfir menn 1 SkólaljótS. Kristján J. Gunnarsson valdi kvæðin. Rfkisútgáfa námsbóka. (An ár- tals.) fengnir til að velja henni efni. Mér finnst hæpið að leggja slíkt vald í hendur eins manns. Og hvert skal þá vera efni Skólaljóða, og liver tilgangur þeirra? Um slíkt má vitan- lega lengi deila, því fleiri en eitt sjónarmið hljóta að koma þar til umræðu. Skólaljóð- in, sem notuð hafa verið í barnaskólum síðustu þrjá áratugina a. m. k., eru safn einstakra kvæða eftir ýmis skáld síðustu alda. Val kvæðanna var nokkuð handahófs- legt. Gaf litla sem enga vitneskju um ís- lenzka bókmenntaþróun, enda ekki að sjá að það væri tilgangurinn með þeim. Þau virtust helzt ætluð til ítroðslu, páfagauks- lærdóms. Á Ijóðasafnið sem heild sýnist varla lagður annar mælikvarði en smekkur þess er valdi þau. Tilgangurinn þá sá einn að rækta þann smekk með æskunni og öðr- um lesendum. Þannig hefur orðið til sú Skólaljóða- stefna, sem verið hefur nú um skeið eins- konar opinber stefna í ljóðamati á íslandi. Skólaljóðin hafa ránast verið notuð sem viðmiðun, þegar hinu opinbera hefur þókn- ast að meta ljóð til peninga. Af þessum sökum fyrst og fremst hefur stöðnuð eftir- öpunarlist jafnan verið tekin fram yfir ferska persónulega listsköpun í Ijóðagerð hér á landi. í þessu nýja safni er tekin nokkuð önnur stefna í Skólaljóðaútgáfu. Hver höfundur hafður sér, og þeim síðan raðað eftir aldri. Með þessu er kominn dulítill bókmennta- sögulegur svipur á Skólaljóðin, og er það að mínum dómi tvímælalaust til bóta. Skólaljóðin eru nú orðin nokkurskonar sýn- ishorn af íslenzkri Ijóðagerð frá Hallgrími Péturssyni til Steins Steinars. Val slíkra sýnishorna má lengi gagnrýna og kem ég að því síðar. Eg hef lengi talið að hlutverk Skólaljóða væri einmitt það, að vera slíkt sýnishorn íslenzkrar ljóðagerðar. Sýnis- horn, sem kennarinn getur notað við 404
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.