Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 17
Bréj
og gáfnafar mannsins, svo að ekki verður um deilt. Hefir það verið marg-
reynt á rithöndum fjölda manns. Þar á meðal eru rithandir ýmsra frægra
manna, t. d. Oscars Wildes. Þessi rithandarlestur er þannig skýrður: Þegar
maður skrifar, magnast rithöndin karakter hans og gáfnafari. Þessar hugs-
anamyndir loða síðan við rithöndina og verka á þetta geysifíngerða áhald,
þegar það er sett í samband við hana. Allar kenningar Abrams sanna kenn-
ingar guðspekinga, að því leyti sem þær ná til þeirra.
Eg átti tal við Kjartan lækni Ólafsson lun uppfundingar Abrams. Hann
hafði ekki heyrt þeirra getið. Eg skýrði honum frá, að James Barr, sem
síðast hefði verið forseti læknafélags Lundúnaborgar, væri farinn að brúka
aðferðir og áhöld Abrams. Kjartan þekkir James Barr og segir, að hann
sé gamall maður og mjög merkur læknir. Nú ætlar Kjartan á fund hans um
leið og hann siglir til Þýzkalands í haust. Hann á hvort sem er leið um
London og er meðlimur í læknafélagi borgarinnar. Þessu hefi eg þó getað
komið til leiðar. Amerískt guðspekitímarit flytur stöðugt ritgerðir um lækn-
ingar þessar.
Dettur þér nú ekki í hug, að baráttu Sinclairs við læknana amerísku sé
eitthvað svipað háttað og baráttu hans við kapitalistana þar í álfu. Er ekki
hugsanlegt að hann eigi þar einnig í höggi við heimsku og afturhald. -
Rannsakið alla hluti. Alt genialitet brot á vizku forfeðranna. Reyndu að
kynna þér þetta efni.
Heilsaðu Jóni frá mér. Þessar 4000 kr. heilla mína fátæku vísinda- og
listasál.
Línur þessar hefi eg skrifað á flötum beinum í mínu harða fleti, ritfær
eins og Schopenhauer, þjáður eins og Kristur á krossinum, einmana eins
og Dante, vonlaus eins og Kristján Jónsson á Sprengisandi, viljalaus eins og
Stefán frá Hvítadal, æstur eins og Páll postuli á leiðinni til Damaskus.
Berðu konu þinni þúsundfalda kveðju mína. — Nú slær kl. 3 á miðnætti.
Guð blessi þig.
Þórbergur.
Síðan eg lauk bréfinu hefi eg átt tal við gáfaða hjúkrunarkonu, Guð-
nýju að nafni Jónsdóttur. Tvö síðast liðin ár hefir hún stundað hjúkrunar-
störf í London. Guðný er guðspekingur og umgekst þá mikið í London.
Heyrði hún þeirra á meðal mikið talað um lækningar Abrams. Lærisvein
einn þekti hún þar, frú Middleton að nafni. Frú Middleton hafði mjög mik-
7