Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 36
Tímarit Máls og menningar á borgum og byggðum Víetnams, forðuðust langflestir klerkar hér á landi að minnast á þá atburði í ræðum sínum, um sama leyti og klerkar nágranna- þjóðanna áttu ekki nógu sterk orð til þess að fordæma aðgerðirnar. Þar fylgdu þeir góðu klerkar sinni fyrirmynd, forustuliði Sjálfstæðisflokksins og höfuðmálsvara þess, Morgunblaðinu, í algjörri lágkúru og ræfildómi þjóð- villingsins. Stefna Sjálfstæðisflokksins í menntamálum er framhald nytsemdarstefnunn- ar, sem hófst með eflingu íslenzkrar borgarastéttar upp úr aldamótunum. A viðreisnarárunum var viðkvæðið, að menntun væri ágæt fjárfesting, og þessi fjárfesting ber góðan arð í starfsemi viðskiptafræðinga og lögfræðinga Sjálf- stæðisflokksins. Menntun vegna peninganna er nýlegt fyrirbæri og má bezt marka af aðstreymi stúdenta í lög og viðskiptafræði og þær greinar aðrar, sem taldar eru ábatavænlegar. Tómlæti viðreisnarstj órnarinnar um almenna fræðslu breyttist skyndilega, eftir að hilla tók undir erlenda stóriðju á Islandi. Um það leyti var tekið að undirbúa og ræða breytingar á skólakerfinu í þá átt að sníða það að nauð- syn erlendra stóriðj uframkvæmda hér á landi. Forustulið Sjálfslæðisflokks- ins og væntanlegir umboðsmenn erlendra auðhringa, sáu glöggt að tuttugu álverksmiðj ur þörfnuðust sérhæfðs vinnuafls og þessvegna gerðust Sjálf- stæðismenn, þótt undarlegt megi virðast, frumkvöðlar nýskipanar á skóla- kerfinu, sem var ekki að litlu leyti sniðin að mótun væntanlegs hráefnis, þ. e. tilvonandi starfsmanna álvera og kísilgúrsfabrikka. Hinn mikli áhugi dragbíta Sjálfstæðisflokksins í menntamálum verður vart skýrður á annan hátt. Höfuðáherzlan skyldi lögð á raungreinar og ensku, og á síðar nefnda fagið einkum með tilliti til þess að nemendur öðlist þá þekkingu sem nægi til þess að skilja og tjá sig á einfaldri „götuensku“, svo þeir mætlu vera færir um einfalda afgreiðslu í sambandi við túrismann, en sú atvinnugrein skipaði drjúgan sess í hugmyndum Sj álfstæðisflokksins um íslenzkt samfélag fram- tíðarinnar. Kveikja nýsköpunar fræðslumála var stóriðjudraumur Sjálf- stæðisflokksins og ekki stóð á fylgi seminarista landsins af ýmsum ástæðum og hvötum. Meðan kerfisbundnar skólarannsóknir hafa farið fram í nokkur ár, hefur máltilfinningu og málsmekk stöðugt hrakað, og nú er svo komið að börn og unglingar eiga mjög erfitt með að tjá sig á skiljanlegu máli. Islenzkukennsla hefur verið afrækt, einmitt á þeim tímum, þegar samfélags- breytingarnar eru þess eðlis, að brýn þörf er á auknu aðhaldi í móðurmáls- kennslu innan skólakerfisins. Þessi öfugþróun er Sjálfstæðisflokknum mikill akkur, því að þegar sljóleiki 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.