Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
á borgum og byggðum Víetnams, forðuðust langflestir klerkar hér á landi
að minnast á þá atburði í ræðum sínum, um sama leyti og klerkar nágranna-
þjóðanna áttu ekki nógu sterk orð til þess að fordæma aðgerðirnar. Þar
fylgdu þeir góðu klerkar sinni fyrirmynd, forustuliði Sjálfstæðisflokksins
og höfuðmálsvara þess, Morgunblaðinu, í algjörri lágkúru og ræfildómi þjóð-
villingsins.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í menntamálum er framhald nytsemdarstefnunn-
ar, sem hófst með eflingu íslenzkrar borgarastéttar upp úr aldamótunum. A
viðreisnarárunum var viðkvæðið, að menntun væri ágæt fjárfesting, og þessi
fjárfesting ber góðan arð í starfsemi viðskiptafræðinga og lögfræðinga Sjálf-
stæðisflokksins. Menntun vegna peninganna er nýlegt fyrirbæri og má bezt
marka af aðstreymi stúdenta í lög og viðskiptafræði og þær greinar aðrar,
sem taldar eru ábatavænlegar.
Tómlæti viðreisnarstj órnarinnar um almenna fræðslu breyttist skyndilega,
eftir að hilla tók undir erlenda stóriðju á Islandi. Um það leyti var tekið að
undirbúa og ræða breytingar á skólakerfinu í þá átt að sníða það að nauð-
syn erlendra stóriðj uframkvæmda hér á landi. Forustulið Sjálfslæðisflokks-
ins og væntanlegir umboðsmenn erlendra auðhringa, sáu glöggt að tuttugu
álverksmiðj ur þörfnuðust sérhæfðs vinnuafls og þessvegna gerðust Sjálf-
stæðismenn, þótt undarlegt megi virðast, frumkvöðlar nýskipanar á skóla-
kerfinu, sem var ekki að litlu leyti sniðin að mótun væntanlegs hráefnis,
þ. e. tilvonandi starfsmanna álvera og kísilgúrsfabrikka. Hinn mikli áhugi
dragbíta Sjálfstæðisflokksins í menntamálum verður vart skýrður á annan
hátt. Höfuðáherzlan skyldi lögð á raungreinar og ensku, og á síðar nefnda
fagið einkum með tilliti til þess að nemendur öðlist þá þekkingu sem nægi
til þess að skilja og tjá sig á einfaldri „götuensku“, svo þeir mætlu vera færir
um einfalda afgreiðslu í sambandi við túrismann, en sú atvinnugrein skipaði
drjúgan sess í hugmyndum Sj álfstæðisflokksins um íslenzkt samfélag fram-
tíðarinnar. Kveikja nýsköpunar fræðslumála var stóriðjudraumur Sjálf-
stæðisflokksins og ekki stóð á fylgi seminarista landsins af ýmsum ástæðum
og hvötum. Meðan kerfisbundnar skólarannsóknir hafa farið fram í nokkur
ár, hefur máltilfinningu og málsmekk stöðugt hrakað, og nú er svo komið
að börn og unglingar eiga mjög erfitt með að tjá sig á skiljanlegu máli.
Islenzkukennsla hefur verið afrækt, einmitt á þeim tímum, þegar samfélags-
breytingarnar eru þess eðlis, að brýn þörf er á auknu aðhaldi í móðurmáls-
kennslu innan skólakerfisins.
Þessi öfugþróun er Sjálfstæðisflokknum mikill akkur, því að þegar sljóleiki
26