Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 38
Tímarit Máls og menningar hátta, hópar þessara voru sendir í kynningarferðir til ýmissa fræðslustofnana í Bandaríkjunum í þeim tilgangi. Þannig var reynt að ná tangarhaldi á vænt- anlegum fræðurum og ekki sparaði viðreisnarstjórnin lipurðina til að þetta mætti takast. Enn þann dag í dag ríkir sú skoðun meðal Sj álfstæðisforust- unnar og margra smáborgara, að námskeiðsnám og háskólanám í Banda- ríkjunum yfirleitt sé jafngilt námi i Evrópulöndum, en um þá skoðun eru þeir einir í Evrópu. Sama gildir um þá skoðun þeirra að Bandaríkin séu „for- ustuland frelsis og lýðræðis“. Aróður bandarískra stjórnvalda og íslenzkra leppa þeirra í þessu efni bar vissulega talsverðan árangur, t. d. gerðist það á sjöunda tug aldarinnar að skólayfirvöld smnra skóla beindu skóla- ferðalögiun að afloknum prófum á Keflavíkurflugvöll. Þessi innrætingarað- ferð varð þó ekki almenn, aðeins stunduð af þeim, sem voru móttækilegastir sökum meðfæddrar einfeldni fyrir bandarískri innrætingu. Ef litið er til tímabils viðreisnarstj órnarinnar sem heildar, þá virðist innrætingarherferðin ekki hafa náð þeim árangri sem ætlað var, sem má marka af stöðugt dvínandi fylgi þess flokks, sem gerði leppmennskuna að höfuðmarkmiði stjórnmála- stefnu sinnar (ásamt Alþýðuflokknum). Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um fjárhag og getu Bandaríkjanna eru talsvert á eftir tímanum. Eins og allir vita er staða dollarans slík, að öðru hvoru verða Evrópuþjóðir að gera sérstakar ráðstafanir til þess að styrkja stöðu hans, en í hugmyndaheimi „flokkshálfvita" Sjálfstæðisflokksins er allt óbreytt í þeim efnum. Aðferðir Sjálfstæðisflokksins til þess að halda völdum og áhrifum byggj- ast og byggðust mjög á áróðri málgagna flokksins, Morgunblaðsins og Vísis, þó eru blöðin ekki eign flokksins, en því er gjarnan barið við, þegar blaðamennska þessara blaða er í þá veru, að jafnvel Sjálfstæðismenn vilja ekki samþykkja. Oft virðist sem blöðin og þá sérstaklega Morgunblaðið og eigendur þess eigi Sjálfstæðisflokkinn og aldrei skerst í odda milli þessara aðila svo að mark sé á takandi. Aróður Morgunblaðsins fyrir „sjálfstæðis- stefnunni“ er alltaf á því stigi, að ætla mætti að Sjálfstæðismenn væru á lægra vitsmunastigi en almennt gerist um fólk upp og ofan. í krafti ríkis- valdsins, gat flokkurinn haldið utan um fylgi sitt með ýmsum ráðum og með beitingu óttans vannst talsvert. Rússagrýlan var þar efst á blaði. Róg- burði um hættulega pólitíska andstæðinga var og er beitt. Alræmdasta dæmi um slíkt áður fyrr, var þegar geðlæknir nokkur var fenginn til þess að full- yrða að Jónas Jónsson frá Hriflu væri geðveikur. Skrílofsóknir Sjálfstæðis- manna á hendur Tryggva Þórhallssyni voru gott dæmi um aðferðir flokks- 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.