Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 42
Tímarit Máls og menningar
húsbyggingar einstaklinga. Húsnæðisvandræði hafa löngum fylgt stj órn Sj álf-
stæðismanna, enda stefnu þeirra mikill akkur, lögfræðingafans flokksins sem
leggur sig eftir húsabraski matar krókinn, þegar mikill skortur er á húsnæði.
Húsnæði hækkar í verði og því hærri verða sölulaunin. Húsaleiguokur fylgir
þessari stefnu og því var mikið um byggingar einstaklinga, af illri nauðsyn
oftast nær. Jafnframt hljóp mikil gróska í byggingarvöruverzlunina, sem
var flokknum hagstæð, og eftir að okrarar flokksins tóku að lána fé til hús-
bygginga og standa fyrir byggingarframkvæmdum sjálfir, þá blómgaðist
hagur þeirra enn meir. Sá aðilinn sem hagnaðist mest á byggingarfram-
kvæmdum var Sj álfstæðisflokkurinn og broddar hans og því var sú stefna
flokksins fyrst og fremst rekin í eigin hagsmunaskyni. Opinberar byggingar-
framkvæmdir viðreisnarstjórnarinnar voru þvingaðar fram af verkalýðs-
hreyfingunni og stj órnarandstöðunni eftir hörð verkföll í óþökk Sjálfstæðis-
flokksins eins og kom á daginn þegar framkvæmdir hófust, þá reyndu blöð
Sjálfstæðisflokksins að gera þær tortryggilegar með ýmsum ráðum.
Sj álfstæðisflokkurinn reyndi á allan hátt að hamla gegn eða tefja allar
breytingar á landhelginni eins og hún var ákveðin 1958. Fyrst var gerður
samningur 1961, landráðaplagg eins og áður segir, og þegar núverandi stjórn
færði út landhelgina og sagði samningnum upp, var með herkjum að Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgdi því máli. Það voru hræðslugæði sem þar þvinguðu
flokkinn til samstöðu. Síðan hefur flokkurinn reynt á margvíslegan hátt í mál-
gögnum sínum, að bera fram úrtölur í þessu máli beint, en oftast óbeint. For-
ustulið flokksins vílar ekki fyrir sér að afneita eigin samþykkLum um útfærslu
landhelginnar og uppsögn samningsins, slíkur er þjónustuandinn við erlenda
hagsmuni. Urtöluliðið beitir sér einnig innan klúbbanna og reynir það að
móta hikandi afstöðu til málsins. Morgunblaðinu er beitt í málinu, með frétta-
flutningi, sem ætlað er að veikja trú þjóðarinnar á málstaðinn.
Andófið gegn viðreisnarstj órninni var fyrst og fremst barátta gegn lág-
kúru og þjóðvillu og stöðug kjarabarátta vinnustéttanna, sem voru alltaf
rændar þeim kjarabótum sem unnizt höfðu í síendurteknum verkföllum.
Endurteknar gengisfellingar voru notaðar af viðreisnarstj órninni til þess
að ná því aftur, sem afæturnar og milliliðirnir urðu að láta af hendi. Fyrst
í stað bar nokkuð á óánægju meðal þess hluta borgarastéttarinnar, sem ekki
hafði tekizt að forheimska og sljóvga. Ýmsum þótti nóg um volæðislega
utanríkisstefnu og beina þjóðvillu, en þeir gátu ekki átt samstöðu með rót-
tækari pólitískum öflum, sem mörkuðu ákveðna stefnu gegn þátttöku íslands
í Atlantshafsbandalaginu, stéttarandstæður og hik ollu því að samstaða tókst
32