Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 45
Tímabil tötraborgaranna
dæmi um slíkt fyrr eða síðar. Óþarfi er að hafa mörg orð um þessháttar
hegðun, en hún er gott dæmi um eðli og reisn forustumanna Sjálfstæðis-
flokksins og þeirra, sem fylgja þeim fastast.
Stefna Sjálfstæðisflokksins og áróður í þessu máli ber öll einkenni tötra-
borgara, flokksforustan nýtir alvarlegt ástand til þess að flaðra upp um er-
lenda aðila og hyggst nota neyðarástandið til framdráttar landráðabrölti
sínu og fylgismönnum sínum og stuðningsmönnum til fjárhagslegs ábata.
Hugmyndin um erlenda aðstoð og hana sem mesta, var talin brýn af flokki
þessum vegna þess, að ef íslendingar tækju að spara við sig ýmiskonar
óþarfa um tíma, myndi hlutur braskaralýðsins rýrna nokkuð og þar með
áhrif „sjálfstæðisstefnunnar“. En átakanlegast var væl þessara manna um
aðstoð varnarliðsins og fjárstyrk frá Bandaríkj unum, þeir vildu að þjóð-
inni yrði sýnd nauðsyn varnarliðsins á hættustund, það sjónarspil fórst fyrir.
Þótt Sjálfstæðismenn standi nú hálf skömmustulegir frammi fyrir þjóð-
inni eftir rógburðinn og betliferðirnar, þá mun forusta og eigendur flokks-
ins ekki láta af landráðaáformum sínum og stefna að því eins og hingað til
að skrílmenna þjóðina, þeir munu nota hvert tækifæri sem býðst og einkum
munu þeir beita sér þegar íslendingar eiga við erfiðleika að stríða. Þeir
ala á þeim eiginleikum sem neikvæðastir eru í hverju samfélagi, vúlgerri
gróðafíkn, menningarlegri lágkúru, og vesabnennsku gagnvart erlendum auð-
veldum, þeir hafa í fjölda ára reynt að slæva siðferðiskennd og sjálfstæðis-
kennd þjóðarinnar og lagt höfuðáherzluna á falsað öryggi hersetunnar. Stefna
þessara plebeja er í stuttu máli, að sigrast á þjóðlegri tilveru íslendinga.
(janúar-jebrúar 1973.)
35