Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 49
Steinunn Sigurðardóttir Æskulausir rjómadagar ÁSur en hún vaknaði svo heitið gæti var auðvitað orðið bjart. Andi guðs sveif yfir vötnum og mærðarlegur jarmur Lúfu og Stúfu. Kannski vaknaði hún alltaf við þennan jarm og krækti listilega í gluggatj aldið með tánum. Þá opnaðist útsýn yfir grasið sem glóði á gamla bænum og bærðist einsog verið væri að strjúka því um stund. Hetjuskap þurfti til að velta sér frammúr. Henni tókst ekki að sætta sig við þau bitru örlög að vakna til lífsins - einkum ekki að morgni dags - og slagaði einsog drukkin kona framundir hádegi. Þó vildi hún enn síður verða sér til skammar með því að fara á lappir lángt á eftir öllum og Gumma bróður. Hann var firnm ára allt þetta sumar. Það var enginn frammi svo hún át brauð og rjómakaffi með sjálfri sér og kæfði síðan sultarvein heimalninganna með volgri mjólk. Á eftir valhopp- aði hún dáldið um hlaðið þótt henni væri það þvert um geð. Hún sá í miðju hoppi að Gummi var vaknaður til dáða og farinn að atast í pakksöddum lömhunum, allsnakinn niður að mitti, með stirur í bláum pottormsaugum. Systirin benti honum á misfellur í klæðaburði, en hann skeytti því ekki og reyndi að troða úldnum fífli upp í Stúfu. Þeirri viðureign var ekki lokið þegar systirin öslaði yfir ána skömmu síðar í hriplekum stígvélum með þrjá nautgripi fyrir framan sig. I tvo mánuði þegar hér var komið sögu hafði takmark kúasmalans verið að beina nautgripahjörðinni inn á réttar brautir og fá hana til að ganga í takt og beinni röð eins og skátaflokk. í fyrstu harmaði hún mest að hafa ekki ileiri til umráða, en fljótt kom í ljós, að illa gekk að samræma, þótt ekki væru nema þrjár, og jafnvel heragi dugði skammt. Draumar hennar um æðra skipulag flokksins áttu ekki eftir að verða veruleiki. Hún þóttist 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.