Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Qupperneq 63
Út dagbók (11)
veittu þau hjón okkur í kaffi og meðlæti. — Öllum hrútasýningum fylgir dansi-
ball. - Okkur dvaldist hjá hjónunum og stelpum þeirra allgóða stund, áður
en við kvöddum og keyrðum til Ólínu og Kristófers á Laugalandi, þar sem
Glúmur bjó þar til Þjóstólfur vó hann í óþökk Hallgerðar, enda réð hún
honrnn ekki heilt í það sinn, og er það kannski eini hvíti bletturinn á þeirri
stórlátu konu.
Til ÓHnu og Kristófers komu seint þenna sama dag, Kristín systir mín
og hnáta, alla leið vestan frá ísafirði. - Þær voru í vagni Kristínar og óku
sjálfar. - Hnátan var ung og fögur og skáld gott, en það vissi ég ekki fyrr en
löngu seinna. — Einhverju sinni var hún í framboði til bæjarstjórnar á ísa-
firði ásamt allmyndarlegum hópi kalla. Þá kvað hún sér til afþreyingar þessa
vísu:
Eina leit ég íhaldsskrá
átján meður nöfnum.
Kráka sælleg sat þar hjá
sautján auðvaldshröfnum.
Ég lofaði Kristínu því, og sór við skýin, að birta aldrei þessa vísu. - Og
hvað segir Kristín mín nú?
Næsta dag rúlluðum við í áttina til Reykjavíkur, með viðkomu á Akranesi,
en þar áttum við von á að hitta Stein Ágúst Jónsson oddvita í Flatey ásamt
konu hans Katrínu Þórðardóttur. - Þau ætluðu að dvelja þar fáeina daga
hjá fóstursyni sínum áður en þau héldu heim úr Reykjavíkurreisu. En enginn
veit sína ævina: Kvöldið áður en haldið skyldi áfram til Breiðafjarðar,
brugðu þau sér á dansleik, sem aldrei skyldi verið hafa, því í þeim dansleik
mjaðmarbrotnaði konan, og varð að leggjast inn á sjúkrahús, en ferðin dróst
heldur en ekki betur á langinn. - Við heilsuðum oddvitanum og áttum með
honum glaða stund, báðum hann fyrir kveðju til konunnar, og ókum úr hlaði.
Akranesið var fullt af þorski, dauðum, og mannlífi í blóma, en hótelið var
brunnið, enda mátti það missa sig.
Handan við flóann brosti Reykjavík í sólmistri. - Við tókumst í hendur
yfir hafið.
61
Hér bíðum við á ströndinni í stóru húsi, bíðum þess að Karon komi á bátn-
um sínum svarta til að kalla okkur. - Eða er báturinn hans hvítur? - Það
53