Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 67
Úr dagbók (II)
gerð í anda óskhyggj unnar, að ómögulegt er annað en þykja vænt um hana.
Og hún fer vel. - Hvers vegna skyldu engar sögur mega fara vel?
En það eru mörg orð í þessari bók, sem líkari eru því að vera tínd upp úr
Blöndal en þau séu mælt fram af vörum alþýðufólks nútímans, og bregða
því eins og skini grobbmennsku á ritfærni höfundarins: — Sjáið hvað ég er
lærður? — Þetta er þó kannski kjánalegt hugarfóstur mitt eitt saman. Höf-
undinum er sennilega hugleikið að koma sem mestum auði tungtmnar til
skila, og víst er það lofs vert, eða kannski ekki lofs vert, kannski ekki einu-
sinni umtalsvert, því, ætti það ekki að vera aðal hvers höfundar, að auðga
tungumál okkar svo sem kostur er?
Mér er hlýtt til Kristmanns síðan hann skrifaði ritdóm um fyrsta kvæða-
kver mitt: í fölu grasi, því innanum mikið moldviðri af aðfinnslum gagnvart
þjóðfélagslegri afstöðu minni og klaufalegri gerð kvæðanna, þá fer hann þó
hlýlegum orðum um ýmislegt, sem þar er að lesa.
Já, þetta skáldverk hans á sér ekki brotalöm, en er helzti barnalegt innan-
um og saman við og alltof hlaðið brennivínsþorsta og kjánalegri karlmennsku
eins og þeirri sem konur lágu flatar fyrir upp í sveit þegar ég var ungur.
Kristmann er afbragðs lipur og hjartalilýr reyfarahöfundur.
65
Fólkið hér, það er ekki allt saman fátækt fólk. Sumir eiga sér skektu og
hrognkelsanet, sinnir drossíu, og til eru þeir, sem þjóta milli húsa til að
rukka inn leigur, meðan ég hef ekki efni á að kaupa mér skyrtu. Nei, það
eru ekki allir sem þurfa að standa í keng af því að þá tekur í hjartað að eiga
ekki aura fyrir jarðarförinni sinni þegar þar að kemur. Ég fer nú bráðum að
losna úr því gróðahyggju foraði, Guði sé lof og systkinum mínum fyrir það
að ég held mér hafi tekizt að nurla saman í athöfnina, en anzi var það örðugt.
- Ætli ég hafi ekki drukkið einum of mikið um dagana og liðsinnt vinum
mínum, rónunum, til að gleðja sín grátandi hjörtu?
Nú er langt síðan ég hef fengið mér einn gráan. Mætti jafnvel ætla ég væri
alveg hættur. — Æi já, svona langt var ég leiddur. - Það er ekkert sport að
brjótast upp úr feni tortímingarinnar án þess að hafa nokkru sinni beðið guð
að hjálpa sér.
Ekki veit ég til hvorrar hliðarinnar mundangið kann að hallast, þegar
syndum mínum og sakleysi verður komið fyrir í vogarskálum dómarans
mikla. En eitt veit ég: Aldrei verður borið á brýn, að ég hafi rukkað inn
gjafir mínar í skjóli páskaeggj asölu, eins og Kiwanisklúbburinn er að gera
57