Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 71
Úr dagbók (II) að rita heila bók. - En margar skjóttar minningar á ég frá þessu ágæta húsi inn við sundin hlá. 68 Hann rignir í dag. Ég fer í enga gönguför í dag. í dag sit ég inni hjá kallin- um sem er herbergisfélagi minn. Hann er mjög stilltur og hljóðlátur kall sem átti heima suður í Sandgerði og veiddi grásleppu. Það heyrist aldrei neitt í honum fyrr en hann er kominn í rúmið klukkan 10 á kvöldin, en þá fer hann að umla bænirnar sínar í hlustir myrkursins. - Ég er fyrir löngu hættur þeim leik þó fyrir komi ég tauti Faðirvorið til þess að týna ekki með öllu harnsleik sálar minnar. En þessi sálmvers sem misgóð skáld hafa barið saman, nei, þau leyfi ég mér aldrei að hafa yfir frammi fyrir ásjónu Guðs æsku minnar. - Þau eru sjálfsagt ekki illa ort svona að drjúgum parti, og ég les þau stundum mér til skemmtunar eins og hvert annað ljóðmál, en komi það yfir mig að ég þrái guðlega miskunn, þá geri ég bæn mína í hljóði, - og ég þykist hafa orðið fyrir bænheyrslu hjá Guði æsku minnar, - það var mér furðuleg reynsla, enda hefur shkt aldrei hent síðan. - Eiginlega er ég ekki kristinn. Það er aðeins barnið í mér sem les Faðirvorið í þögninni meðan ég sjálfur er að fara með Víg Snorra Sturlusonar eftir Matthías Jochumsson. - Annars er ég þeirrar trúar, að heyri ekki guð rödd þagnar- innar jafnvel og umlsins, þá hafi illa verið logið að mér í æsku. Ég hef nýlokið við að lesa seinustu skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar: Norðan við stríð. Hún er afbragðs gott skáldverk sem vekur mér mesta furðu fyrir það, hve hann virðist þekkja vel á galdraverkið flugvélina. Hann hlýtur að hafa átt margar fræðandi stundir við þessa galdramenn loftsins. Indriði er snjallt skáld, og það er gleðilegt að vita hann stöðugt á fram- farabraut. Hann skrifaði vinsamlegan ritdóm um vísnabókina mína: í fölu grasi. Síðan hef ég beðið allar góðar dísir að varðveita hann í lífsins ólgusjó. - Það er að vísu satt, að „Sjötíu og níu af stöðinni“, fyrsta stóra skáldsagan hans, fannst mér misheppnuð fyrir sakir þess hve mjög stíllinn var undir áhrifum frá Hemingway. Nú er þessi vinur minn sem ég þekki ekki per- sónulega, orðinn frjáls af öllum hlekkjum og situr sinn fljúgandi gand eins og riddari sem Iðunn á einna hermannlegastan í flokki. Akureyringar kváðu ekki vera mjög hrifnir af rómaninum. Hvers vegna? Þó ekki vegna þess, ætla ég að vona, að þar er minnzt á eina norðlenzka létt- lætispíku. 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.