Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Qupperneq 71
Úr dagbók (II)
að rita heila bók. - En margar skjóttar minningar á ég frá þessu ágæta húsi
inn við sundin hlá.
68
Hann rignir í dag. Ég fer í enga gönguför í dag. í dag sit ég inni hjá kallin-
um sem er herbergisfélagi minn. Hann er mjög stilltur og hljóðlátur kall sem
átti heima suður í Sandgerði og veiddi grásleppu. Það heyrist aldrei neitt í
honum fyrr en hann er kominn í rúmið klukkan 10 á kvöldin, en þá fer hann
að umla bænirnar sínar í hlustir myrkursins. - Ég er fyrir löngu hættur
þeim leik þó fyrir komi ég tauti Faðirvorið til þess að týna ekki með öllu
harnsleik sálar minnar. En þessi sálmvers sem misgóð skáld hafa barið
saman, nei, þau leyfi ég mér aldrei að hafa yfir frammi fyrir ásjónu Guðs
æsku minnar. - Þau eru sjálfsagt ekki illa ort svona að drjúgum parti, og
ég les þau stundum mér til skemmtunar eins og hvert annað ljóðmál, en
komi það yfir mig að ég þrái guðlega miskunn, þá geri ég bæn mína í hljóði,
- og ég þykist hafa orðið fyrir bænheyrslu hjá Guði æsku minnar, - það var
mér furðuleg reynsla, enda hefur shkt aldrei hent síðan. - Eiginlega er ég
ekki kristinn. Það er aðeins barnið í mér sem les Faðirvorið í þögninni
meðan ég sjálfur er að fara með Víg Snorra Sturlusonar eftir Matthías
Jochumsson. - Annars er ég þeirrar trúar, að heyri ekki guð rödd þagnar-
innar jafnvel og umlsins, þá hafi illa verið logið að mér í æsku.
Ég hef nýlokið við að lesa seinustu skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar:
Norðan við stríð. Hún er afbragðs gott skáldverk sem vekur mér mesta
furðu fyrir það, hve hann virðist þekkja vel á galdraverkið flugvélina.
Hann hlýtur að hafa átt margar fræðandi stundir við þessa galdramenn
loftsins.
Indriði er snjallt skáld, og það er gleðilegt að vita hann stöðugt á fram-
farabraut. Hann skrifaði vinsamlegan ritdóm um vísnabókina mína: í fölu
grasi. Síðan hef ég beðið allar góðar dísir að varðveita hann í lífsins ólgusjó.
- Það er að vísu satt, að „Sjötíu og níu af stöðinni“, fyrsta stóra skáldsagan
hans, fannst mér misheppnuð fyrir sakir þess hve mjög stíllinn var undir
áhrifum frá Hemingway. Nú er þessi vinur minn sem ég þekki ekki per-
sónulega, orðinn frjáls af öllum hlekkjum og situr sinn fljúgandi gand eins
og riddari sem Iðunn á einna hermannlegastan í flokki.
Akureyringar kváðu ekki vera mjög hrifnir af rómaninum. Hvers vegna?
Þó ekki vegna þess, ætla ég að vona, að þar er minnzt á eina norðlenzka létt-
lætispíku.
61