Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 79
Af palestínskum sjónarhól fátækir bændur, er hinum rómverska herstjóra þótti ekki sá bógur í, að tæki að stugga þeim burt úr landinu - og séu Palestínuarabar því ef til vill sannari Gyðingar að uppruna til en þeir innflytj endur, sem flykkzt hafa þangað eftir stofnun Ísraelsríkis. En nú karm einhver að spyrja: Hvað varð um þá Gyðinga, sem hröktust í útlegð eftir ósigurinn fyrir hinum rómverska her Titusar árið 70 og eyðingu Jerúsalemsborgar? Eru ekki þessir Gyðingar, sem flutzt hafa til ísraels síðan 1948 afkomendur þessa fólks, raunverulegir afkomendur hinna fornu Hebrea? Því fer víðs fjarri og byggist þessi þráláti misskilningur á því, að Gyðingar séu annað hvort sérstök þjóð í okkar skilningi þess orðs eða sérstakur kyn- þáttur eða þá hvort tveggja. - Mannfræðingurinn Harry L. Shapiro, sem er forstöðumaður American Museum of National History, heldur því fram, að Gyðingar séu hvorki sérstakur kynþáttur né þjóð í venjulegum skilningi þess orðs; allar rannsóknir bæði mannfræðilegar og sagnfræðilegar hafi löngu afsannað það. Rannsóknir á höfuðlagi Gyðinga sýna, að það er harla mismunandi og j afnmargbreytilegt og hjá öllum þjóðum Evrópu til samans. Einnig hafa ítarlegar rannsóknir á blóðflokkum Gyðinga kippt öllum stoð- rnn undan þeirri kenningu, að til sé einhver gyðinglegur kynþáttur. Hinn þekkti mannfræðingur, prófessor Juan Comas, er starfar við Mexicoháskóla, hefur skipt Gyðingum í eftirtalda 3 hópa eftir uppruna þeirra. í fyrsta lagi eru það Gyðingar, sem telja má beina afkomendur þeirra er fluttust — ýmist frjálsir eða ófrjálsir — burt frá Palestínu; þeir eru mjög fámennir. í öðru lagi eru svo þeir, sem eru afkomendur asiatiskra Gyðinga og annarra þjóða eða þjóðabrota (blandaður stofn) og í þriðja lagi eru svo þeir Gyðingar, sem mannfræðilega séð eru ekki á nokkurn hátt skildir eða í blóðtengslum við þá Gyðinga sem eiga uppruna sinn að rekja til Palestínu, heldur hafa orðið Gyðingar við það eitt að taka Gyðingatrú, og eru þeir langflestir. - Það er því alrangt, að tala um Gyðingaþjóðina á þann hátt, að gefið sé í skyn að þar sé um að ræða hóp manna, sem ekki eigi sér aðeins sameiginlega sögu, heldur sé líka tengdur blóðböndum og menningararfleifð, segir pró- fessor Comas. Slíkt getur ef til vill hentað zionisliskum stjórnmálamönnum í áróðri þeirra, en á bak við allt slíkt tal eru þó hinir óhugnanlegu undirtón- ar kynþáttaþvaðursins - þeirrar kenningar sem orðið hefur Gyðinginn þyngri í skauti en flest annað. Gyðingdómurinn er trúarsamfélag, eitt hið elzta í heimi, sá meiður, sem bæði kristindómur og Islam eru greinar á; að vera Gyðingur er m. a. það að tilheyra þessu samfélagi - og langflestir Gyðingar á okkar tímum eru 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.