Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Qupperneq 81
Af palestínskum sjónarhól
Gyðingur? Hver eru séreinkenni Gyðinga. Hvað er eiginlega Gyðingur?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Augljósasta svarið væri á þessa leið:
Gyðingur er sá sem játar Gyðingatrú. Við sjáum þó strax, hve þetta svar er
yfirborðskennt, ef við tökum einfalt dæmi til samanburðar. Við skulum
spyrja sem svo: Hvað er snigill? Sambærilegt svar við það sem að framan
greinir væri þá á þessa leið: Snigill er dýr, sem hefst við í snigilsskel.
Þetta svar er ekki alls kostar rangt, en það er sannarlega ekki heldur full-
nægjandi, því að snigilsskelin er aðeins einn hluti af dýrinu sjálfu. Á sama
hátt er Gyðingatrúin aðeins einn hluti af einkennum Gyðingasamfélagsins.
Auk þess er vitað, að snigillinn getur farið úr skelinni án þess að hætta að
vera snigill. Gyðingur sem gengur af trúnni er í svipaðri aðstöðu. Hann
heldur áfram að vera Gyðingur. Þau bönd, sem tengt hafa Gyðinga um
árþúsundir og tengja þá enn, eru öðru fremur lýðræðislegar hugmyndir
þeirra um þjóðfélagsréttlæti, samíara hugsjónum um samhjálp og umburð-
arlyndi meðal allra manna. Jafnvel elztu trúarrit Gyðinga eru gegnsýrð þess-
um félagslegu hugsjónum og þær liafa verið áhrifamiklar í kristinni trú og
islam og þær hafa mótað til betri vegar þjóðfélagsbyggingu þá, sem mikill
hluti mannkyns býr við. Kemur þar fljótt í hugann hinn vikulegi hvíldar-
dagur - siður sem tekinn var upp af Gyðingum og orðið hefur öllu mann-
kyni ómetanleg blessun. Menn eins og Móses, Spinoza og Karl Marx lifðu
allir og fórnuðu sér fyrir hugsjónir jafnréttis og þj óðfélagsréttlætis - þótt
þeir séu hver öðrum ólíkir um margt - og það var arfur feðranna sem leiddi
þá út á þessa grýttu braut.“ Þannig farast Albert Einstein orð.
Ég hef fjölyrt svo mjög um Gyðinga, hverjir þeir raunverulega séu, sem
megi kallast því nafni, vegna þess að það er útbreidd skoðun, að þeir séu
hin sama þjóð eða jafnvel kynþáttur, sem hrakinn var úr landi sínu fyrir
1900 árum og sé nú loks að snúa heim til síns eina sanna föðurlands að
taka við lögmætum arfi. Ráðamenn Ísraelsríkis, fólk eins og hin gáfaða og
mikilhæfa kona, Golda Meir, sem er fædd í Ukrainu og alin upp í Banda-
ríkjunum, eða utanríkisráðherrann, Abba Eban, sem fæddur er í Suður-
Afríku og menntaður í Oxford í Englandi, eru þó býsna ósannferðugir erf-
ingjar þessa lands; tengsl þeirra við sögu þess og menningu eru allt önnur
en þess fólks, sem landið hefur byggt um aldaraðir og fram á okkar dag,
og allt önnur en við hinn krislna menningarheim, sem þau eru vaxin upp úr.
Ýmsum oddvitum ísraelsmanna er þó mjög í mun, að þeirri mynd sé
haldið á loft, að ísraelsmenn samtímans séu beinir afkomendur hinna fornu
Hebrea, sem nú séu að endurheimta forn vé og óðul - jafnvel þótt þau fals-
71