Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 83
A j palestínskum sjónarhól
komnir til Landsins helga af trúarlegum sökum, en kærðu sig kollótta um
stj órnmálaþras samtímans. Milli þeirra og Arabanna ríkti fullkominn skiln-
ingur og friður.
En nú er sköpum skipt. Mikill hluti landsbúa - meira en ein milljón
manna - hefur verið hrakinn í útlegð, orðið að víkja fyrir þeim aðkomu-
Gyðingum, sem settu á stofn ríkið ísrael árið 1948. Gyðingar eru þar hin
útvalda þjóð, og þó einkum þeir á meðal hinna útvöldu, sem flutzt hafa frá
Evrópu eða Ameríku og hlotið hafa menntun fram yfir fátæka, óupplýsta
Gyðinga, sem komnir eru úr löndum Araba í Afríku og nálægari Austur-
löndum. Þeir Arabar, sem enn dveljast innan landamæra ríkisins, eru ann-
ars flokks fólk, sem á engan hátt nýtur sömu mannréttinda og ísraelsmenn
sjálfir.
Stofnun þessa ríkis var gerð að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. Stórveldi
samtímans stóðu öll að sköpun þess og sjálfur guðfaðirinn var Jósef sálugi
Stalin. Balfour-yfirlýsingin hrezka frá 1917 var ef til vill upphafið, en þar
var þó aldrei kveðið svo á, að Gyðingar fengju rétt til að stofna sjálfstætt
ríki á þessu vemdarsvæði Breta - Palestínu - heldur yrði þar einungis
þjóðarheimili Gyðinga, hvernig sem það hefur nú átt að túlkast. Sjálf
kveikjan að sjálfstæðri ríkisstofnun Gyðinga voru hinir ægilegu glæpir
nazista gegn evrópskum Gyðingum fyrir og í heimsstyrjöldinni síðari, er 6
milljónum Gyðinga var útrýmt í gasklefum Auschwitz og annarra aftöku-
stöðva þýzku Aríanna. - Samvizka heimsins vaknaði af þungu móki eina
smástund - og þá til þess eins að steypa ibúum Palestínu í glötun um leið
og bæta skyldi fyrir afbrot Evrópu gegn hinum þýzku og pólsku Gyðingum.
ísraelsmenn hafa að vísu haldið þvi fram, að hinir palestínsku Arabar hafi
af fúsum vilja yfirgefið land sitt 1948 eða beinlínis verið hvattir til þess
af hinum arabísku nágrönnum. Slíkt hefur þó við engin rök að styðjast,
heldur voru þeir miklu fremur hvattir til að vera kyrrir og láta engar hót-
anir eða ofbeldisverk öfgafullra þjóðernissinna meðal Gyðinga flæma sig
úr landinu. Allt kom þó fyrir ekki. Skriðan féll í byrjun aprílmánaðar 1948
og varð ekki stöðvuð. Sir John Glubb, fyrrverandi hershöfðingi arabísku
herdeildarinnar í Jórdaníu, segir í endurminningum sínum: „Sú saga er
ósönn, er Gyðingar halda á loft, að hinir arahísku flóttamenn frá Palestínu
hafi yfirgefið land sitt af frjálsum vilja. Þeir sem yfirgefa land sitt af fúsum
vilja, fara ekki eins og þeir standa. Fólk sem ákveðið hefur að flytjast brott,
gerir það ekki í shkum flýti, að það týni hvert öðru, eiginmenn missi sjón-
ar á konum sínum eða foreldrar týni börnum sínum. Staðreyndin er sú, að
73