Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 87
Af palestínskum sjónarhól
örsnauðir fellahins, landbúnaðarverkamenn, erjuðu lendur þeirra í Palestínu.
Mjög er til efs, að þessi landsala fái staðizt að islömskum lögum. Hin isl-
ömsku lög, sharia, geyma ströng ákvæði um það, að land geti ekki verið
nema takmarkaðan tíma í eigu þess er ekki erjar það, jörðin tillieyri fyrst
og fremst þeim er nytji hana. En hér réðu peningarnir eins og löngum, og
Rothschild barón festi kaup á þúsundum hektara lands og fékk það innflytj-
endum frá Austur-Evrópu til ábúðar og eignar. Hinir arabisku fellahins, land-
búnaðarverkamenn, voru reknir burt, þeirra var ekki lengur þörf; leið þess-
ara uppflosnuðu bænda lá oftast til borganna í Palestínu, þar sem þeir urðu
vísir nýrrar öreigastéttar verkamanna.
Vald margra hugmynda yfir hugum okkar manna byggist oft á fáfræði
okkar. Því hefur meðal annars verið haldið fram, að höfuðstyrkur Zionism-
ans byggðist á þekkingarleysi á sögu Gyðinga og andsemítisma. Zionisminn
væri flótti frá raunveruleikanum, hann leysti alls ekki hinn raunverulega
vanda Gyðinga, því hann gerði sér enga grein fyrir orsökum antisemítismans.
Lausn þessara vandamála verði að leita í þj óðfélagsbyggingu hvers tíma og
stöðu Gyðinga í viðkomandi þjóðfélögum. Þeir marxistar, sem reynt hafa að
skýra þessi vandamál á grundvelli þj óðfélagskenninga sinna, hafa eflaust
komizt næst kjarna málsins, þótt þeir að sjálfsögðu vilji gera lítið sem ekkerl
úr Jreim trúarlegu þáttum sem Zionisminn skreytir sig með - og er óneitan-
lega á ýmsan hátt sprottinn upp af.
Ég hef áður rætt um það, að Gyðingar væru hvorki kynþáttur né þjóð í
venjulegri merkingu þess orð, heldur væri Gyðingnum ætlað að vera blys-
beri réttlátra þjóðfélagshátta og siðrænnar menningar meðal þjóða heimsins
- þetta er hugmynd allra frjálslyndra trúarleiðtoga Gyðinga á 20. öld. Gyð-
ingdómurinn á að verða alþjóðlegt afl, er ekki byggi lilveru sína á valdi, né
styðjist við ríki og lier, heldur grundvallist á eingyðistrúnni og ávöxtum
hennar, siðrænni menningu. Zionisminn hefur því miður tekið aðra stefnu og
ef til vill aðra stefnu en ýmsir fylgismenn hans höfðu ætlað honum í upphafi.
Hugmynd Herzls um stofnun ríkis Gyðinga í Palestinu, ríkis er styddist við
lögreglu og her og ætti sér sérstök landamæri og hefði að bakhjarli það vald,
sem þjóðfélög samtímans grundvallast á, var ekki og er ekki í samræmi við
skoðanir og viðhorf frjálslyndra Gyðinga, þótt þessari hugmynd yxi svo
ásmegin eftir 1945 að hún yrði að veruleik. - Svo ég vitni enn til slcrifa
Alberts Einsteins, þá fjallar hann af merkilegu innsæi um þetta í grein er
hann ritar árið 1938; þar segir svo:
„Ég kysi miklu heldur, að viðunandi samkomulag næðist við Araba mn
77