Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 89
Aj palestínskum sjónarhól raynd. Sexdagastríðið getur því reynzt Israelsmönnum í framtíðinni þeirra stærsti ósigur, því að enginn má ætla, að hinar fjölmennu arabísku þjóðir lúti um alla framtíð ofurvaldi ísraelsmanna á þessum slóðum. Það er ekki einungis gagnstætt allri þróun mála í heiminum í dag, heldur óraunsæir draumórar, þegar höfð er í huga sú glæsta fortíð, sem hin islömsku ríki eiga sér og stendur þeim svo lifandi fyrir sjónum nú á okkar dögum, þegar þjóð- ernisleg vakning fer eldi um þessar fornu menningarþjóðir. Það er ef til vill stærsta ógæfa hinnar zionistisku tilraunar, að hún verður að veruleik á þeim tíma, er ríki þriðja heimsins svonefnda eru að hrista af sér aldagamalt ok evrópskrar nýlendukúgunar, og því verður hið nýja ríki ísraelsmanna fullkomið tímaskekkjufyrirbrigði á þessum slóðum, fulltrúi hins liðna, sem á að hverfa, fulltrúi þeirra afla sem þyngsta sök eiga á aldalangri niðurlægingu hins islamska heims síðustu aldirnar. „Styrjaldarrekstur hinna hrokafullu þj óðrembingsmanna í ísrael,“ segja Arabar, „hefur fær okkur heim sanninn um það.“ Isaac Deutscher hefur líkt Israelsmönnum við Prússa undir stjórn Bis- marks. Á sama hátt sigruðu Prússar fyrir hundrað árum alla nágranna sína í hverri styrjöldinni á fætur annarri - Dani, Austurríkismenn og Frakka. Af- leiðing þeirrar sigurgöngu varð sú, að þeir töldu sjálfa sig ósigrandi, settu allt sitt traust í blindni á her sinn og vopnabúnað, og belgdust upp af þjóð- rembingshroka og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. En staða hins þýzka ríkis var allt önnur en Ísraelsríkis í dag. Nágrannar hins þýzka ríkis voru sundr- aðir og sjálfum sér sundurþykkir og reyndist það valdhöfum Þýzkalands auðvelt að etja þeim hverjum gegn öðrum, samkvæmt hinni gömlu reglu Rómverja: Divide et impera, deildu og drottnaðu. Þessu bragði hafa ráða- menn í ísrael einnig beitt gegn Aröbiun, en hún hlýtur að bregðast þeim fyrr en síðar. Allar styrjaldir ísraelsmanna við nágrannaríkin og herhlaup frá 1948 hafa sameinað þá enn betur en áður var, og afleiðing ]>eirrar þróunar boðar óhjákvæmilega feigð Israelsríkis. Slíkri sigurgöngu hafa Þjóðverjar lýst með orðunum „Man kann sich totsiegen“: „Maður getur sigrað sig í hel!“ - Og óttinn við shka lykt mála er farinn að gera vart við sig í ísrael fyrir löngu - allur þjóðrembingurinn, hatrið á Aröbunum, og hinar villi- mannlegu hefndaraðgerðir gegn þeim, eru órækast vitni um ótta ísraelsmanna og vonda samvizku. Þannig hefur Zionisminn, sú þj óðernishreyfing, sem yngst er í Evrópu og varð til og mótaðist sem pólitísk lireyfing í lok síðustu aldar, reynzt haldlítil sem lausn á vandamáli Gyðinga í heimi 20. aldarinnar. Markmið hreyfing- 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.