Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 95
Framtíð kapítalismans
að raun um, að þetta eru aðalatriðin í umræðum um framtíð kapítalismans í
þeirra hópi.
Sem rannsóknaraðferð til að kanna framtíð kapítalismans er þessi afstaða
algjörlega ófullnægjandi. Meginorsakir þess eru, í stuttu máli raktar, að
kapítalisminn í þróuðum löndum, þ. e. í þeim löndum, sem kapítalisminn mót-
aðist í og breiddist síðan út frá, er ekki einangrað fyrirbrigði í óvirku og and-
svarslausu umhverfi. Þvert á móti er hann að mörgu leyti aðeins lítill hluti
alþjóðlegs hagkerfis og alls veraldarsamfélagsins, og þróun hans er mjög
háð gagnvirkum áhrifum atburðarásarinnar í þróuðum löndum og þess, sem
gerist í umhverfi þeirra. Að sumu leyti er þetta umhverfi mun stærra en
þróaði kapítalíski heimurinn. Hvað áhrærir íbúafjölda og framleiðslu, get-
um við lauslega áætlað, að íbúar þróuðu kapítalísku landanna séu um
20% af íbúum jarðarinnar og framleiðsla þeirra um 60% af samanlagðri
framleiðslu alls heimsins. I löndum, sem hafa sterka hagræna miðstjórn,
eða í ókapítalískum kommúnistaríkjum, ef sú nafngift fellur mönnum betur,
búa aftur á móti um það bil 30% af íbúum jarðarinnar, og hluti þeirra af
heimsframleiðslunni er einnig urn 30%. Þannig eru á þeim svæðum jarðar-
innar, sem nú á dögum eru venjulega kölluð Þriðji heimurinn, um 50% alls
mannkyns, en skerfur þessa fólks af heimsframleiðslunni er aðeins 10%.
Ég nota nafnið „Þriðji heimurinn“ ekki aðeins vegna þess, að það er
almennt viðurkennt heiti, heldur og vegna þess, að það er stutt og laggott.
Ég vil þó gjarna benda á, að þetta heiti er fjarri því að vera lýsandi. Þriðji
heimurinn er enginn 3. heimur. Hann myndar ásamt gamla og nýja heimin-
um eina órofa heild. Ég held það sé mjög nauðsynlegt, að menn geri sér
grein fyrir þessu, ef þeir vilja skilja þann vanda, sem við er að glíma, þegar
fjallað er um framtíð kapítalismans.
Onnur aðalaðferðin við að nálgast þetta vandamál tekur tillit til þess, að
háþróuð kapítalistaríki eru ekki einangruð, heldur hluti af megindarlega
stórri og eigindarlega breytanlegri heild. Hún er einkum við lýði í kenni-
setningum ákveðinnar borgaralegrar hagfræði, svonefndrar þróunarhagfræði,
sem notfærir sér það skásta úr ýmsum hagfræðikenningum og átt hefur sér
blómatíma að lokinni síðari heimsstyrjöld. Þessi aðferð virðist einnig ein-
kenna hagfræðikenningar í Sovétríkjunum og í þeim kommúnistalöndum, sem
eru þeim hugmyndafræðilega fylgjandi. Því er slegið föstu, eða að minnsta
kosti er gengið út frá því, að allur heimurinn hafi í upphafi verið vanþróaður,
en fyrir um það bil 400 árum hafi ákveðinn hluti hans, þ. e. Vestur-Evrópa,
„hafizt til flugs“ og farið að þróast eftir kapítalískum leiðum. Það er um-
85