Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Síða 95
Framtíð kapítalismans að raun um, að þetta eru aðalatriðin í umræðum um framtíð kapítalismans í þeirra hópi. Sem rannsóknaraðferð til að kanna framtíð kapítalismans er þessi afstaða algjörlega ófullnægjandi. Meginorsakir þess eru, í stuttu máli raktar, að kapítalisminn í þróuðum löndum, þ. e. í þeim löndum, sem kapítalisminn mót- aðist í og breiddist síðan út frá, er ekki einangrað fyrirbrigði í óvirku og and- svarslausu umhverfi. Þvert á móti er hann að mörgu leyti aðeins lítill hluti alþjóðlegs hagkerfis og alls veraldarsamfélagsins, og þróun hans er mjög háð gagnvirkum áhrifum atburðarásarinnar í þróuðum löndum og þess, sem gerist í umhverfi þeirra. Að sumu leyti er þetta umhverfi mun stærra en þróaði kapítalíski heimurinn. Hvað áhrærir íbúafjölda og framleiðslu, get- um við lauslega áætlað, að íbúar þróuðu kapítalísku landanna séu um 20% af íbúum jarðarinnar og framleiðsla þeirra um 60% af samanlagðri framleiðslu alls heimsins. I löndum, sem hafa sterka hagræna miðstjórn, eða í ókapítalískum kommúnistaríkjum, ef sú nafngift fellur mönnum betur, búa aftur á móti um það bil 30% af íbúum jarðarinnar, og hluti þeirra af heimsframleiðslunni er einnig urn 30%. Þannig eru á þeim svæðum jarðar- innar, sem nú á dögum eru venjulega kölluð Þriðji heimurinn, um 50% alls mannkyns, en skerfur þessa fólks af heimsframleiðslunni er aðeins 10%. Ég nota nafnið „Þriðji heimurinn“ ekki aðeins vegna þess, að það er almennt viðurkennt heiti, heldur og vegna þess, að það er stutt og laggott. Ég vil þó gjarna benda á, að þetta heiti er fjarri því að vera lýsandi. Þriðji heimurinn er enginn 3. heimur. Hann myndar ásamt gamla og nýja heimin- um eina órofa heild. Ég held það sé mjög nauðsynlegt, að menn geri sér grein fyrir þessu, ef þeir vilja skilja þann vanda, sem við er að glíma, þegar fjallað er um framtíð kapítalismans. Onnur aðalaðferðin við að nálgast þetta vandamál tekur tillit til þess, að háþróuð kapítalistaríki eru ekki einangruð, heldur hluti af megindarlega stórri og eigindarlega breytanlegri heild. Hún er einkum við lýði í kenni- setningum ákveðinnar borgaralegrar hagfræði, svonefndrar þróunarhagfræði, sem notfærir sér það skásta úr ýmsum hagfræðikenningum og átt hefur sér blómatíma að lokinni síðari heimsstyrjöld. Þessi aðferð virðist einnig ein- kenna hagfræðikenningar í Sovétríkjunum og í þeim kommúnistalöndum, sem eru þeim hugmyndafræðilega fylgjandi. Því er slegið föstu, eða að minnsta kosti er gengið út frá því, að allur heimurinn hafi í upphafi verið vanþróaður, en fyrir um það bil 400 árum hafi ákveðinn hluti hans, þ. e. Vestur-Evrópa, „hafizt til flugs“ og farið að þróast eftir kapítalískum leiðum. Það er um- 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.