Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 23
Árni Óskarsson og Örn D. Jónsson Af hverju ættum við að framleiða lélegt rauðvín? William Morris, ísland og útópían Á undanförnum árum hafa verk og hugmyndir William Morris (1834-1896) notið síaukinna vinsælda. Morris var margslunginn persónuleiki, ótrúlega fjölhæfur og glöggskyggn á samtíma sinn. Hann var allt í senn, skáld og rithöfundur, handverksmaður, einn af upphafsmönnum nútímahönnunar, áhrifamaður í þróun prentverks, pólitískur hugsuður og frumkvöðull í bar- áttuhreyfingu sósíalista í Englandi. En það eru ekki síst margþætt tengsl hans við Island og íslenska menningu sem gera hugmyndir hans forvitni- legar fyrir okkur. Morris fæddist 24. mars 1834 í Walthamstow í útjaðri Lundúnaborgar, sem var á þeim tíma hálfgert sveitahérað, og var fjölskylda hans allvel efnum búin. Fjölbreytileg áhugasvið Morris komu fram snemma, en hann lagði í fyrstu stund á guðfræði, sögu og bókmenntir jöfnum höndum. Árið 1854 ákvað hann svo að læra arkítektúr. Um svipað leyti kynntist hann hreyfingu pre-rafaelítanna sem var hópur listamanna sem sóttu hugmyndir sínar til endurreisnarinnar, sérstaklega þeirra listamanna sem voru næst á undan Rafael. Kynni Morris af þessum hópi leiddu til þess að hann lét byggingarlistina lönd og leið en snéri sér að málaralist í nokkur ár, frá 1856 til 1859. Pre-rafaelítarnir urðu mjög áhrifamiklir í listalífi Viktoríutímans og ævi og starf Morris einkenndist mjög af samskiptum hans við meðlimi hreyf- ingarinnar. Með aldrinum fjarlægðist hann hugmyndir þeirra og lagði mik- ið á sig til að finna raunhæfari svör við spurningum samtímans en þeir buðu upp á. í leit sinni ferðaðist hann m.a. tvisvar til íslands, gerðist marxisti og tileinkaði sér fjölmargar handverksgreinar, þar á meðal prent- tækni, vefnað, veggfóðursgerð, útskurð og húsgagnasmíðar. Sem rithöfundur var Morris undir áhrifum frá ensku rómantíkinni og þaðan er líka kominn áhugi hans á miðöldum og ýmsum goðsögulegum yrkisefnum. Árið 1867 gaf Morris út kvæðið The Life and Death of Jason 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.