Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 31
Af hverju œttum við að framleiða lélegt rauðvín ? Morris hafi haldið árið 1887 í London talar hann ennfremur um gestrisni og heiðarleika íslendinga samtímans. Þeir fari heldur ekki í manngreinarálit og taki illa hvers konar yfirgangi. Þeir hafi til að bera andlega snerpu, séu ákaflega ræðnir þegar þeir séu búnir að yfirvinna feimnina og yfirleitt vel menntaðir miðað við það sem gerist og gengur.20 I lok fyrirlestursins segir Morris að íslendingar „gætu lifað þarna mjög þægilega ef þeir sigruðust á einstaklingshyggjunni: einfaldasta form samvinnuskipulags (cooperative commonwealth) myndi henta þörfum þeirra, og ætti ekki að vera erfitt að koma því á fót . . .“21 í þessu sambandi er fróðlegt að líta á það sem Matthías Jochumsson hafði eftir Morris eftir að hann heimsótti hann 1885. Þar kemur fram að Morris hefur ekki litið svo á að íslendingar ættu að taka upp hráar þær sósíalísku kenningar sem hann boðaði fyrir háþróað iðnaðarsamfélag, og athyglisvert er að þar vill hann gera hreppinn að tiltölulega sjálfstæðri efnahags- og stjórnunareiningu þar sem allar jarðir yrðu með tímanum eign hreppsins „því að eftir guðs lögum er jörðin engra eign eða allra“.22 Það er merkilegt til þess að hugsa að ýmsar hugmyndir Morris voru í raun framkvæmdar hér á landi. Hann taldi samvinnurekstur vera kjörfyrir- komulag fyrir íslenskar aðstæður vegna þess að iðnvæðing var ekki hafin. Líklega var ekki sótt beint til hans, jafnvel þótt það sé hugsanlegt, en smábændur urðu fyrstir til að skipuleggja sig pólitískt. Samvinnuhreyfingin og síðar Framsóknarflokkurinn sóttu lengi vel fyrirmyndir til útlanda og hugmyndir þeirra voru náskyldar kenningum Kropotkins um landbúnað- arsósíalisma. Morris hefði þótt vænt um að vita að smábændur, utan suð- vesturhornsins, skipulögðu í raun fyrstu iðnvæðingarsporin hérlendis, að nokkru leyti á eigin forsendum.23 Kjarninn í hugsun Morris var sá að ef mannlæging væri nauðsynlegur fylgifiskur iðnvæðingarinnar, þá væri hún of dýru verði keypt. I bréfi árið 1883 segist Morris hafa dregið einn lærdóm af Islandsför sinni, „. . . að sárasta örbirgð er léttvægt böl miðað við misrétti milli stétta“.24 Það sem Morris átti við var að sú örbirgð sem hann sá með eigin augum í Manchest- er og öðrum stórborgum Englands var af manna völdum: miskunnarlaus markaðslögmál sviptu fjölda manns reisn sinni og gerðu þá að skynlausum þrælum. Fátæktin, þó slæm væri, hafði ekki beygt íslenska kotbóndann. Hér var m.ö.o. grundvallarmunur á. Við megum ekki gleyma að jafnvel á 19. öld var iðnvæðingin ekki sjálf- gefin. Allir voru sammála um að þá væri mikið breytingaskeið, en deilt var um áherslur, oft út frá mismiklum skilningi á því hvað í raun og veru var að gerast. Morris neitaði að gefa eftir kröfuna um mannsæmandi líf öllum til handa og neitaði einnig að skilja skýrt á milli vinnu og frítíma. Fyrir 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.